Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.12.1962, Blaðsíða 24
454 KIRKJURITIÐ Sigurðsson segir á einum stað, að íslenzkir bændur séu „færir um að skilja og taka ástæðum betur en binn eiginlegi almúgi víðast annars staðar“. „Islendingar okkar eru þó skynsamir menn“, sagði Tómas. Allar ritgerðir Jóns í Nýjum félagsritum, sem voru þó ætlaðar til lestrar almenningi á íslandi, sýna trú lians á þetta fólk, sem kynni að skilja ástæður, meta röksemdir, og ekki þyrfti né sæmdi að æsa upp eins og múg með því að böfða til lægri livata þess og tilfinninga. Meira traust og kurt- eisi, meiri virðingu befur enginn stjórnmálaforingi sýnt því fólki, sem bann var að laða til fylgis við málstað sinn. Það er líka eitt sérkenni ísl. sjálfstæðisbaráttu, að þar er allt frá uppliafi liugsað um sem rýmstan kosningarétt, jafnframt meira þjóð- frelsi. Á Islandi lá það í augum uppi, bver fjarstæða var að miða þann rétt við álnir og aura. — Ólíklegt að oss liafi farið aftur á þessu sviði frekar en öðru síðan á nítjándu öld. . . • Blöðin ættu að bera um það vitni. Þar eru þjóðmálin rædd dag- lega. Prestskosningar Á nýafstöðnu kirkjuþingi gerðust þau tíðindi, að tíu þing- manna samþykktu að mæla með því, að almennar prestskosn- ingar yrðu afnumdar. Á prestavalið síðan að vera í liöndum kjörnefnda og stjórnarvalda. Fimm voru á móti. Ekki verður því andmælt að ýmsar prestskosningar liafa farið fram með leiðara hætti en æskilegt liefði verið — eins og allar aðrar kosningar. Og ekki verður lieldur fyrir það girt með liinu nýja fyrirkomulagi, sem stungið er nú upp á. Það mun að öllum líkindum draga sama dilkinn á eftir sér og í Danmörku, að kjör- nefndirnar verði kosnar samkvæmt pólitískum línum og ábyrgð kjörmanna og kirkjulegur áliugi færist ekki í aukana, svo sem margur liafði vænzt. Ymsir prestar hafa viljað færa veitingavaldið í hendur stjórn- arvaldanna til þess að bæta úr þeim óneitanlega annmarka, sem nú er á því að prestarnir geti skipt um brauð, ef þeir telja sér það nauðsynlegt, og geti með því notið sín betur í þjónust- unni. En ekkert virðist frumvarp kirkjuþingsins miða að þvi að uppfylla þær óskir. Almennar prestskosningar koniu fyrst til sögunnar um síðast- liðin aldamót. Þá bafði linnulaust og barðvítugt verið barizt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.