Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 27

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 27
KIRKJURITIÐ 457 þrátt fyrir það rót, sem nú er kominn á það, virðast sumir því miður ekki gera sér Ijóst, hvílík pest er liér á ferðinni. Lúmsk og geigvænleg. Sést liafa úrtölur á prenti. Fallið orð í þá átt- ina, að enn sé að minnsta kosti öllu óhætt og lítil eða engin ástæða til að liefjast handa. Slíkt stefnir að því að svæfa almenning. En hér þarf liann einmitt að vakna og rísa upp til að hrinda þessum vágesti af höndum sér. Á síðast liðnu sumri sást það að vaxandi andúð almennings gegn drykkjulátum á skemmtisamkomum og í ferðalögum, skóp þær hömlurnar, sem koma að mestu gagni. Menn eru að vitkast og siðast í þeim efnum. Það mun sannast á næstu árum. Yér viljum ekki skapa skrílmenningu. Megum heldur ekki við því, ef vér ætlum oss að halda í sjálfstæðið og vera nokkurs virtir af öðrum þjóðum. Um það er enginn ágrein- ingur. Enginn glæpur er meiri gegn einstaklingnum og þjóðinni en að eyðileggja æskumennina — livort heldur karla eða konur. Ofnautn deyfilyfja og eiturlyfjaneyzla færa menn í fjötrana, sem liarðast binda og verst er að leysa. Hver einasti maður, sem stuðlar að því að koma mönnum á það hragð, og drepa þá í slíkan dróma, hann er óvinur vor allra — þjóðníðingur. Eng- inn er honum sekari. fíænheyrzla Pétur Jónsson bóndi í Reykjahlíð, f. 18. apríl 1818, d. 5. októ- ber 1906, var einn liinna nafnkenndu barna séra Jóns Þorsteins- sonar. Friðrik Guðmundsson skrifar svo um hann í Endurminn- ingum sínum (Winnipeg 1932): — Það getur vel verið að mér vefðist tunga um tönn, ef ég ætti að rökstyðja sumar mínar harnslegu ályktanir. Ég hef sjálfsagt verið búinn að lesa Vatnsdælu einu sinni eða oftar, eins og aðrar Islendingasögur, annars veit ég það ekki, af hvaða ástæðum ég hef eignast þá hugmynd, að Pétur í Reykjahlíð væri annar Ingimundur gamli. En þegar ég seinna fór að þekkja Pétur vel, þá sannfærðist ég um að hann var einstakur maður á sumum sviðum, og jafnframt sá forneskjulegasti maður, sem nútíðar elztu menn áttu kost á að sjá. Hann var stór maður, hár og tilsvarandi þrekinn á alla vegu; hann var stórleitur og

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.