Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 28
458 KIRKJURITIÐ dásamleg samsvörun í andlitinu öllu. Það var eins og andlitið væri að öllu samanlögðu of mikið til þess, að menn gætu al- mennilega samþykkt að hann væri fríður. Það var eins og nið- urbælt f jör blossaði annað slagið í augunum, og þægileg glað- værð og þung alvara toguðust á í svipnum. Hann var ekkert meira en í meðallagi gefinn, en allt var trútt í liann spunnið, og bonum notuðust eigin bæfileikar til blítar, því að liann var mjög auðmjúkur í anda og viðurkenndi almáttinn. Pétur var viðurkenndur snillingur að hjálpa konum á barnssæng. Fram- an af bans ævi var lítið um þekkingu slíkra lækna og yfirsetu- konur ólærðar; kom hans frábæra lægni og fúsleiki sér þvi mjög vel. 1 eitt skipti var það, að Pétur var á ferð í Norður- Þingeyjarsýslu, og fór liann eigi alllangt þar frá, er kona lá á sæng, og sem yfirsetukonur gátu ekki hjálpað. Hafði samt verið sent eftir lækni inn á Húsavík, en lítil von fyrir, að kon- an lifði svo lengi að það kæmi að liði. En þá fréttist að Pétur væri staddur í nágrenninu. Var þá strax sent í veg fyrir bann og hann beðinn að reyna að bjálpa; og er hann var kominn til sögunnar, þá brá svo við að barnið fæddist, og allt breyttist til eðlilegs háttar og vellíðunar. Löngu seinna spurði ég Pét- ur um þenna atburð og um sannleiksgildi sögu þessarar, og bvað bann liefði gert. Hann sagðist ekkert bafa gert í því til- felli nema að biðja fólkið að lofa sér að vera einum með kon- unni dálitla stund. En þá sagðist bann liafa kropið niður við rúm konunnar og beðið Guð af öllum mætti sínum, í auðmýkt og bjartans einlægni að láta nú sín almættisálirif greiða úr þessum vanda, og lofa sér að vera vitni að lífeðlisáhrifum lians, og að geta notið þeirrar náðar ásamt ástvinunum að gefa bon- um dýrðina. Og stöðugt bað hann í fullri vissu um bænheyrzlui þangað til fjölgaði án þess að liann snerti konuna. Og oftar sagði bann að sér liefði veizt náð til þess að komast í það sani- band við almáttinn, sem hefði greitt allan vanda undir líkum kringumstæðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.