Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 30

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 30
460 KIRKJURITIÐ fallaðir og liafði því það kjördæmi engan fulltrúa á þessu þingi. Þingið stóð yfir í 2 vikur, en lengur niá það ekki sitja að lög- um. Þingfundir liófust að jafnaði kl. 13,30 dag hvern. Nefndir störfuðu árdegis og að loknum þingfundum daglega, eftir alvik- um. Afgreidd mál og ályktanir þingsins fara hér á eftir: 1. mál Frumvarp um veitingu prestakalla Frá biskupi og kirkjuráði 1. gr. Þegar prestakall losnar og prestur er eigi kallaður til embættisins (sbr. 6. gr.), auglýsir biskup kallið með hæfilegum umsóknarfresti. 2. gr. Að liðnum umsóknarfresti sendir liiskup prófasti blutaðeigandi prófasts- dæmis, sé hann eigi umsækjandi, svo og sóknarnefndum prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa, ásamt skýrslu um aldur þeirra, náms- og emb- ættisferil og störf. Jafnframt sendir hann prófasti nægilega marga atkvæða- seðla með nöfnum umsækjenda, og felur honum að boða kjörmenn presta- kallsins á sameiginlegan fund innan tiltekins tíma. Kjörmenn eru: Sókn- arnefndarmenn og safnaðarfulllrúar prestakallsins (aðalmenn). Fyrsti vara- maður tekur sæti aðalmanns, ef forfallaður er. Sé prófastur héraðsins um- sækjandi um kallið, nefnir biskup annan prófast til í hans stað. 3. gr. Á kjörmannafundi skulu timsóknir ásamt umsögnum liiskups liggja frammi til athugunar. Fundurinn er lokaður og stýrir prófastur lionum. Ef meirihluti kjörmanna samþykkir, að kjör skuli fram fara, skal það frainkvæmt með þeim hætti, sem segir í 4. gr. Að öðrum kosti ráðstafar kirkjumálaráðherra embættinu samkvæmt tillögu biskups. 4. gr. Ef samþykkt er, að kjör fari fram, ákveður prófastur kjörfund kjörmanna þá þegar eða næsta dag hið síðasta. Kjörfundur er lokaður og stýrir prófast- ur honum. Fer þar fram leynileg, skrifleg atkvæðagreiðsla um umsækjend- ur. Prófastur afhendir hverjum kjörmanni einn atkvæðaseðil og setur kjör- maður kross frainan við nafn þess, er hann kýs. Prófastur skilar atkvæði á saina hátt. Að lokinni atkvæðagreiðslu eru atkvæði innsigluð og send biskupi í póstábyrgð, ásamt afriti af gjörðabók kjörfundar. Verði ágrein- ingur um undirbúning eða framkvæmd kosningar eða liún kærð, fellir kjörstjórn úrskurð um málið. Kjörstjórn skipa, auk biskups, 2 menn, er kirkjumálaráðuneytið skipar til 5 ára í senn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.