Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 33

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 33
KIRKJURITIÐ 463 nukkrum árum — en nú mun vera niður fallin — enda verði um allsherj- ar endurskoðun, frá grunni, að ræða, og kirkjumálalöggjöfin öll færð til samræmis við breyttar aðstæður nútíma þjóðfélags vors. Ályktunin var að tillögu allsherjarnefndar samþykkt með' lítils liáttar orðabreytingu, samhljóða. 6. mál Ályktun urn skipun nefndar til þess a8 hafa eftirlit meS búnaði kirkna Flutt af biskupi Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði að skipa þriggja manna nefnd til ráðuneytis um og umsjóuar með vali nýrra muna lianda kirkjum, og með- ferð eldri gripa. Telur Kirkjuþing, að jafnan skyldi leita samþykkis nefnd- arinnar, þá er gripir eru keyptir eða gefnir til kirkju. Einnig skyldi nefndin með biskupi úrskurða, hvernig munum skuli fyrir komið í kirkju, ef vafi er á um það. Samþvkkt að tillögu allsherjarnefndar samhljóða. 7. mál Tillaga til þingsályktunar urti skiptingu landsins í þrjú biskupsdœmi Flutt af Hákoni Guðmundssyni og séra Sigurði Pálssyni Tillagan var að tillögu allsherjarnefndar afgreidd nteð svo- felldri rökstuddri dagskrá: Með tilliti til þess að Kirkjuþing hefur þegar samþykkt tillögu til þings- ályktunar um endurskoðun kirkjulöggjafarinnar, í trausti þess, að skipan hiskupsembætta þjóðkirkjunnar verði við þá endurskoðun tekin til gaum- gæfilegrar athugunar, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá. Samþykkt samhljóða. 8. mál Frumvarp til laga um viSauka viS lög um veitingu prestakalla Flutt af meirililuta löggjafarnefndar Kom ekki til afgreiðslu vegna samþykktar á frumvarpi bisk- ups um sama efni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.