Kirkjuritið - 01.12.1962, Side 36

Kirkjuritið - 01.12.1962, Side 36
HólmfríSur K. Gunnarsdóttir: Þar eru kirkjurnar fullar Heimsókn til prófastsins í Fœreyjum Það var full kirkja lijá prófastinum 22. júlí árið 1962. Allur göfnuður söng. 1 stólinn steig livítliærður, en grannvaxinn og spengilegur kennimaður. Þar fór herra Joensen, prófasturinn í Færeyjum. Messusiðir í færeyskum kirkjum eru í engu frá- brugðnir íslenzkum, svo að liuga langþreytts ferðamanns frá Islandi varð reikað burt frá prédikun prófastsins, sem auðvitað fór frarn á þeirri einkennilegu íslenzku, sem nefnist færeyska, en sú tunga hefur þá furðulegu náttúru, að hljóma eins og útlenzka við fyrstu kynni, en breytist svo í gamlan kunningja furðu fljótt. — En þetta var fyrsti dagurinn á færeyskri grund, og ef satt skal segja, riðuðu bekkir, kirkjugestir og sjálfur próf- asturinn dálítið fyrir augum mér vegna sjóriðunnar frá Dron- ning Alexandrine, sent lá nú grafkyrr og bundin, niður við liöfn, en þá var hún búin að vera fjögur dægur að velta sér yfir hafið. En þrátt fyrir sjóriðu og syfjuð skilningarvit, varð eitt gamal- kunnugt orð í ræðu prófastsins til þess, að ég lagði betur við Idustirnar. Það var „Siglufjörður“. — Það rann upp fyrir mér, að prófasturinn mundi vera að tala um fjandann á Siglufirði. Hann var að segja söfnuðinum dæmisögu, sem, að mér skildist, fjallaði um færeyskan sjómann, sem kom í land á Siglufirði. Þar hitti hann fyrir stráklmokka, sem slettu í góm og sögðu „fjand- inn sjálfur“ eða eittlivað í þá áttina. Færeyingurinn þóttist kannast við þá persónu, sem strákarnir minnust á og spurði, liverju það sætti, að þeir ákölluðu Satan. Pillarnir gerðu lítið úr því, að hinn illi mundi taka orð þeirra til sín, og sögðu, að í þessu sambandi væri fjandinn bara smápúki, sem engurn gerði mein. En prófasturinn taldi, að gáleysi sem þetta dillaði hin-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.