Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 37

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 37
KIRKJURITIÐ 467 um illa, enda væri Kölski sjálfur potturinn og pannan í öll- um þeim athöfnum og orðræðum mannfólksins, sem væru á hinn verri veg. Viku seinna sat ég í skrifstofu prófastsins, og hann spurði, hvort ég liefði verið í kirkjunni sunnudaginn áður. Ég játti því. „Heyrðuð þér söguna af Siglufirði“, sagði liann. Ég játti því líka. Þá sagðist hann hafa siglt lengi og oft komið til Islands, en ekki sagði hann, hvort það var hann sjálfur, sem heyrði á tal drengjanna á Siglufirði. Ekki skal hér komið fram með neinar ímyndanir um trúar- skoðanir prófastsins í Færeyjum, en prédikun hans bar vott rélttrúnaðar á guðs heilaga orð, og að það hreint og ómengað skuli prédikað í kirkjunum. Prestarnir í Færeyjum halda sig við himininn í starfi sínu. Prófasturinn var talsvert strangur á svipinn í stólnum, og liann benti söfnuðinum óliikað á það, sem Biblían segir rétt og rangt, en heima í skrifstofunni var liann ljúfmannlegur og gamansamur. Starfið er eitt, einkalífið annað, sagði prófasturinn síðar, en þótt hann ætti þar ekki við sjálfan sig má vera, að það gildi að einhverju leyti einnig fyrir liann. Enda þótt trúin á Guð og réttvísin sé lionum ugglaust jafn nærri í skrifstofunni og í stólnum, er maðurinn annar utan kjóls en í honum. — Hafið þér alltaf búið hér í Þórshöfn? — Síðan ég varð prestur, lief ég alltaf þjónað Þórsliöfn, en ég er fæddur og uppalinn í Klakksvík. — Þar eru tignarleg fjöll. - — Það er enginn prestaskóli liér, svo að þér liafið orðið að læra í Kaupmannaliöfn? —■ Já. Það var prestaskóli í kaþólskri tíð á Kirkjubæ. Síðar var settur á stofn latínuskóli hér í Þórsliöfn, en svo fór, að of fáir sóttu skólann, og hann var lagður niður. Nú er hér mennta- skóli og margir færeyskir stúdentar sigla héðan hvert haust til framhaldsnáms í öðrum löndum. Flestir fara þeir til Dan- merkur. — Hvað eru margir prestar hér í Færeyjum?

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.