Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.12.1962, Qupperneq 40
470 KIRKJURITIÐ — spuniingar föður míns — gleymdust, þar til tíð var að búast til brottferðar. Þá rankaði ég við mér og náði að bera fram þessa spurningu: —- Hvers vegna urðuð þér prestur, prófastur Joensen? — Ég fór á sjóinn liálfum mánuði eftir að ég fermdist, og stundaði sjómennsku í mörg ár. Mér féll sjómennskan vel. En þegar ég var tæplega þrítugur, varð snöggur endir á sjómanns- lífi mínu. Ég varð veikur og lá rúmfastur í tvö ár. Þegar ég hresstist, varð það ljóst, að ég var ekki lengur fær til neinnar líkamlegrar viimu. Ég fór að lesa til stúdentsprófs, •— og það leiddi til þessa. „Om vi icke bliva naturbarn komma vi icke i himmelriket, ty de religiösa hemligbeterna aro naturhemligheter. De trivdes icke i de judiska templen, inen viil hos det fakunniga naturbarnet, som kande med liljorna i Saron.“ Edith Södergran. Umhyggja Harry S. Truman fyrrverandi Bandaríkjaforseti segir svo frá: Þegar Franklin D. Roosevelt andaðist snögglega 12. 4. 1945, var varafor- setinn að sjálfsögðu óðara kvaddur til Hvíta hússins. Frú Elanor Roosevelt tók á móti honum, lagði hendina á öxl hans og mælti stillilega: —- Harry, forsetinn er látinn. Fyrst í stað kom ég ekki upp neinu orði, kveður Truman. —- Er nokkuð, sem ég get gert fyrir yður? — gat ég loks spurt. -— Getum við gert nokkuð fyrir þig? — spurði hún á móti. — Því að nú er það þú„ sem átt við örðugleikana að etja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.