Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 49

Kirkjuritið - 01.12.1962, Síða 49
INNLENDAR F R É T T I R Aðalfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifli var haldinn á Sauðárkróki 1. og 2. sept. s. 1. Fundurinn hófst kl. 4 e. h. laugardaginn 1. sept, og sóttu hann 35 fulltrúar víðsvegar af Norðurlandi. Aðkomumenn allir fengu gistingu á einkaheimilum á Sauðárkróki. Séra Sigurður Guð- mundsson á Grenjaðarstað, ritari sambandsins, setti fundinn í forföllum for- manns séra Péturs Sigurgeirssonar á Akureyri. Skipaði liann séra Þóri Step- hensen á Sauðárkróki fundarstjóra og séra Sigurð Hauk á Hálsi ritara. Síðan flutti hann skýrslu um störf stjórnarinnar. Hafa þau einkuin heinzt að því að koma upp sumarbúðunum við Vestmannsvatn í Aðal- dal. Er þar inikið í ráðizt, þvi að fé var ekkert til, þegar byrjað var, en málið hefur alls staðar mætt skilningi og velvild og liefur fjáröflun gengið vonum framar, þó mikið vanti enn. Var það eitt aðalmál fundarins, hvernig fjár skyldi aflað til áframhaldandi framkvæmda, en að- alhyggingin á staðnum er nú að verða fokheld. Sainhandið á kvikmyndina Albert Schweitzer, sem verið er að sýna á Norðurlandi til ágóða fyrir sumar- búðirnar og verður seinna sýnd víðar uin land. Einnig voru gefin út jólakort og seld í sama tilgangi. Brýnust nauðsyn var þó talin að leita til ungling- anna sjálfra í æskulýðsfélögum stiftisins, og fá þá til að fórna þessari hug- sjón einhverju af starfi og vasapeningum sínum. Margt fleira kom fram í þessu sambandi. Æskulýðsfélögin í Hólastifti eru nú 8 talsins og átlu flest fulltrúa á fuiid- inum. Einnig voru þarna hinir 4 bandarísku skiptanemar, sem hér dveljast á vegum kirkjunnar. Voru þeir í fylgd séra Ólafs Skúlasonar æskulýðsfull- trúa, sem að sjálfsögðu sat fundinn, flutti þar ávarp og lagði margt gott til mála. Einnig voru þarna sem gestir fundarins séra Bragi Friðriksson formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar og systir Laufey Olson frá Winnipeg. Er fundi Iauk á Iaugardag, gekkst Æskulýðsfélag Sauðárkrókskirkju fyrir kirkjukvöldi í kirkjunni. Var efni þess helgað æskulýðsstarfinu. Séra Jón Bjarman í Laufási flutti erindi, sem hann nefndi: Hvert stefnum við með kirkjulegu æskulýðsstarfi? Bandarísku skiptanemarnir fluttu ávörp, sem æskulýðsfulltrúi túlkaði, og Jónas Þórisson, ungur Akureyringur, nýkom- inn frá Bandaríkjunum eftir ársdvöl þar í íiemendaskiptum, sagði frá dvöl sinni vestra. Systir Laufey flutti einnig stutt ávarp. Þá var frásögn með lit- skuggamyndum frá byggingu sumarbúðanna á s. 1. sumri og starfi skozk- íslenzka vinnuhúðaflokksins, sem þar var. Þann þátt önnuðust þeir prest- arnir á Hálsi og Grenjaðarstað. Kirkjukórinn á Sauðárkróki söng tvö lög undir stjórn Eyþórs Stefánssonar og einnig var almennur söngur. Sóknarpresturinn stjórnaði samkomunni, sem var öll hin ánægjulegasta, og í lok hennar safnaðist liátt á 5. þúsund króna í frjálsuin samskotum til sumarbúðanna. Einn hinna handarísku skiptanema, Poul Link að nafni, lýsti því yfir í ávarpi sínu, að hann hefði lieimild frá æskulýðsfélagi heima- safnaðar síns til að gefa 100 dollara til einhverrar kristilegrar æskulýðs- starfsemi hérlendis gegn jafnmiklu framlagi frá einliverju æskulýðsfé- lagi kirkjunnar hér. Sagðist hann nú vilja hjóða þessa upphæð sem gjöf

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.