Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 50

Kirkjuritið - 01.12.1962, Page 50
480 KIRKJURITIÐ til sumarbúð'anna við Vestmannsvatn, ef einliverjir vildu leggja á nióti. Og æskulýðsfélagarnir á Sauðarkróki voru fljótir að finna blóðið renna til skyldunnar og tilkynntu þegar að loknu ávarpi Pouls, að þeir tækju boði lians og væru ákveðnir að leggja fram andvirði 100 dollara á móti fram- lagi hans. Jafnframt áskilja þeir sér rétt til að skora á eitthvert annað æsku- lýðsfélag í Hólastifti að gera eins. Má þannig búast við, að áskorunin gangi á milli félaganna og skapi þó nokkrar tekjur fyrir sumarbúðirnar. Að loknu kirkjukvöldinu voru fundarmenn og fleiri í boði prestslijón- anna á Sauðárkróki. Daginn eftir, sunnudag, var fundi fram haldið. Flutti séra Jón ísfeld þá erindi: Um hagnýt verkefni á æskulýðsfundum. Var það atliyglisvert og injög fróðlegt. Fundurinn samþykkti áskorun til kirkjustjórnarinnar um að endurreisa biskupsstólinn á Hólum í Iljaltadal og koma þar einnig á fót kirkjulegri inenntastofnun svo sem þar var um aldaraðir, svo að andlegir straumar megi enn berast fró Hólum landi og lýð til blessunar. Aðalstjórn sainbandsins skipa nú séra Pélur Siggeirsson, formaður, séra Sigurður Guðmundsson ritari, séra Árni Sigurðsson gjaldkeri, og meðstjórn- endur Gylfi Jónsson og Jónas Þórisson, Akureyri. Fundi lauk um hádegi á sunnudag, en eftir hádegið fóru prestarnir, sem fundinn sátu, út um sóknir Skagafjarðar og var messað þar í 9 kirkjum þcnnan dag í sambandi við fundinn. — Þ. Steph. ElliheimiliS Grund í Rcykjavík er nú 40 ára. Stofnað 29. okt. 1922. Fyrstu stjórn þess skipuðu eftirtaldir menn: Sigurbjörn Á. Gíslason, kand. tlieol, formaður, Haraldur Sigurðsson kaupm., Júlíus Árnason kaupm., Flosi Sig- urðsson, trésmiður og Páll Jónsson, verzlunarfulltrúi. Fyrsti forstjóri þess var Haraldur Sigurðsson, unz hann andaðist seint a árinu 1934. Þá tók Gísli Sigurbjörnsson við forstjórastarfinu og hefur gegnt því af miklum dugnaði. í samvinnu við sýslunefnd Árnesssýslu liefur liann og stofnað elliheimilið Ás í Hveragerði, en þar eru nú 30 vistmenn. Fyrstu vistmenn á Grund voru 36, en nú 326. Árið 1942 vígðist Sigurbjörn Á. Gíslason sem prestur elliheimilisins og gegnir því starfi enn. Sérstaklega er í frásögur færandi, hve altarisgöngur eru tíðar á þessu elli- heimili og fer sífjölgandi. Samkvæmt skýrslu prestsins voru altarisgestir 53 árið 1942, 508 árið 1950 og 1.960 árið 1960. Væntanlega gefst tækifæri til að segja nánar fró þessari nierku stofnun bráðlega hér í ritinu. Margar innlendar og erlendar fréttir verða að bíða janúar-heftis, sakir rúmleysis. KIRKJURITIÐ T(marit gefiS út af Prestafélagi isiands. — Kemur út mánaSarlega 10 sinnum á ári. Ritstjóri: Gunnar Árnason. Árgangurinn kostar 70 krónur. AfgreiSslu annast Ingólfur Þorvaldsson. - Sími Í0994. PrentsmiSja Jóns Helgasonar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.