Kirkjuritið - 01.11.1963, Side 5

Kirkjuritið - 01.11.1963, Side 5
KIRKJUBITIÐ 387 „Mitt andans skrúð, það var skorið af þér; sú skyrtan bezt hefur dugað mér“. Stundum er það líka ósk foreldra og einkum móður, sem veld- ur því, að sonur þeirra verður prestur án þess að liann geri sér ljóst, að það sé köllun hjarta síns. Ég hef heyrt ýmsa presta, einkum af eldri kynslóðinni, halda því fram, að þeir liafi ekki lesið guðfræði og gerzt prestar af Jiví að Jní langaði beinlínis til þess, heldur til þess að láta draum móður sinnar rætast eða þá af J>ví, að fjárafla skorti til framhaldsnáms erlendis. En ég lief engan Jiekkt, sem iðraðist Jiess eða hafi orðið minni maður fyrir. Prestsstarfið á sér sín laun í sjálfu sér og uppsprettulind lífsfyll- uigar, ef Jiað er stundað með staöfeslu og trúmennsku, og laðar trúna fram til lifandi vitnisburðar, ekki sízt ef á bak við stend- ur bæn trúað'rar móður og velviljaðra vina. Kristileg áhrif utan heimilis geta og oft leitt til Jiess að löng- un til prestsskapar lælur til sín taka. Á Islandi er tæplega um slík áhrif að ræða innan skólanna. Að minni hyggju eru álirif l)eirra í allflestum tilfellum neikvæð. En liins vegar liafa margir islenzkir prestar mótast í KFUM, hafi }>eir á námsárum sínum átt þar andlegt heiinili, eða með öðrum hætti orðið fyrir áhrif- «m þaðan. Auðvitað liefur guðfræð'inámið sitt gildi, en þó ætla ég að liáskólinn móti stúdenta menningarlega frekar en trúar- lega og hafi yfirleitt ekki úrslilajjýðingu fvrir trúarlíf Jíeirra. Hið' fræðilega gengur fyrir. Hið uppbyggilega verður útundan. Enda les maður ekki guðfræði til þess að öðlast trú, en trúaður stúdenl les guðfræði til Jiess að uppfræðast í þeim tilgangi, að það auki honum trú. En í því efni er guðfræðin sjálf tvíeggjað sverð. Hún getur annars vegar liafið trú Tings manns í liæðir yonarinnar og vaxtarins, hins vegar getur liún líka leitt til von- leysis og trúleysis. Einkum er það algengt á öðru og þriðja náms- ári, að guðfræðistúdent geti svimað í öllurn þeim öldugangi ólíkra guðfræðiskoðana í fortíð og samtíð, sem um liann leikur °g finnist eins og félaga mínum einum sem liann gangi í fúa- ntýri og finni engan botn. En ungur maður, sem er fullviss um köllun sína og fastákveðinn að gerast prestur, varðveitist í trú sinni, því að liann veit, að guðfræði kemur og fer, en trúin, vonin og kærleikurinn varir. Áu er guðfræðináminu lokið’ og embættisprófi náð. Hinn ungi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.