Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 22

Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 22
404 KlltKJUUITlU semilir Davids Pollocks, sem telur sig „vísindalegan mannúðar- sinna“: 1. Telur liann vísindi og kristna kenningu ósamrímanleg. Guð á enga stoð í vísindalegum skilningi. Ekkert í vísindunum styður tilvist sálarinnar né „liiminsins“. Lífeðlisfræðin getur gert viðhlítandi grein fyrir „leyndardómi lífsins“. 2. Siðfræði kristindómsins liafi ekki aðeins reynzt á sandi byggð, heldur leiði hún oft til ills. 3. Kristin guðshugmynd sé afar ógeðfeld, þar sem kenna verði Guði allt illt í veröldinni, sé liann alvitur og almáttugur. Eins beri liann ábyrgð á djöflinum, sem sé fallinn engill. Verði ]>að ekki samrímt því að hann sé kærleikurinn. 4. Kirkjan sé höfuðvígi afturhaldsins „íhaldsflokkurinn i sunnudagafötunum“. 5. Auðsöfnun kirkjunnar komi ekki heim við ráðið, sem frelsarinn gaf ríka unglingnum. 6. Kirkjan rísi öndverð við umbótum og endurskipun á öll- um sviðum; berjist gegn hjónaskilnuðum, takinörkun barn- eigna, frjálsræði manna til kynvillu. Ennfremur: Trúarreynsla sé aðeins eitt af algengum sálfyrir- bærum. Kristnar játningar komi yfirleitt í bága við heilhrigða skynsemi. Kristin trú beri heldur ekkert af mörgum öðrum trúarbrögð- um og sé í einu orði sagt alveg úrelt. Ekkert af Jiessu er nýtt af nálinni. En kristnir menn og kirkjuvinir eiga ekki aðeins að geta tekið þessu og öðru, sem um þá er sagt. Þeim á líka að vera auðvelt að hrekja það. Það er miklu algengara erlendis en hérlcndis að trú og kirkju- mál séu þrautrædd frá ýmsum liliðum. Og sá tími fer í hönd að vér liöfum líka þann háttinn á. Safnaðarsöngurinn Kirkjukórarnir liafa ómetanlega þýðingu og leysa mikla þjónustu af liöndum af frábærum áliuga. En enn vantar mikið á að safnaðarsöngurinn sé almennur í kirkjum vorum. Það er gamalt og nýtt umkvörtunar- og hryggðarefni. Víða er eitthvað gert lil úrbóta: úthlutað sálmabókum til kirkjugesta og þeir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.