Kirkjuritið - 01.11.1963, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.11.1963, Qupperneq 24
406 KIUKJURITIÐ aldri. Biblíxisögiir eru kenndar í barnaskólunum eins o<í al- kunnugt er. Altarisgöngunui ]iarf |>ví ekki að fresta fram yfir ferm- ingu sakir fákunnáttu barnanna. Og ]iað er mikið vafamál livort þessi siður er æskilegur. Fyrst ber þess að gæta, að börnin ætlu ef til vill að fermast einu til tveim árum fyrr en gert er. Þau eru bráðþroskaðri nú en áður og um tólf ára aldurinn verða nú mestu vorbyltingarn- ar hið innra með þeim flestum. Vér prestarnir höfum reynslu fyrir því, að erfitt er að fá meginþorra barnanna á „barnasamkomur“ eftir 10—12 ára aldur. Þá þykjast þau vera orðin of gömul. Eiga ekki lengur samleið með „smábörnum“. Og þá fer svo miklu fleira að kalla til þeirra utan að og trufla tilfinningar ]>eirra en þangað til. Þau eru ekki lengur jafn opin fyrir trúarboðskapnum og kristi- legum áhrifum. Ég bygg að 8—12 ára börn mundu oft ganga til altaris í miklu meiri helgihug, en margir nýfermdir unglingar eða fullorðið fólk. Þeim væri þá einnig eðlilegra og Ijúfara að krjúpa við gráturnar ásamt foreldrum sínum. Og ef það gerðist árlega frá því að þau væru bráðuug, mundi ]>að frekar verða þeim að ljúfum sið alla ævina. Hvað vinnur þú kirkju þinni til þarfa? Lútber sagði með réttu að allir kristnir menn væru prestar: vottar trúar sinnar, þjónar kirkju sinnar. En innan kirkjunnar eins og því miður í flestum félögum varpa allt of margir öllum ábyggjum á fáeina meðlimi og kref j- ast af þeim alls starfsins að kalla. En þá verður kirkjan eins og kalið tún eða vesældarlegar skógarleifar. En hún á að vera eins og grænn akur. Allur þorri manna vill að kristni haldist í ]>essu landi og móti núlifandi og komandi kynslóðir. En bvað' gerir þú, lesandi góður, til þess að það sé eða verði? Leggur þú fram til þess fé eða starf? Ég veit að þú greiðir kirkjugjöldin með glöðu geði. En liitt er mér hulið bvort þú hugsar verulega um það live

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.