Kirkjuritið - 01.11.1963, Side 36
418
Kllt KJ Ult ITID
vel, en áleit að það ælti við tiltölulega fáa menn. Margir gengu
nauðugir í menntaskóla, og bæði af þeim sökum og vegna liinn-
ar þurru kennslu taldi G. að menntaskólarnir væru skólar til
dauða.
G. vildi koma á fót mikilli norrœnni vísindastofnun, þar sem
Svíar, Danir og Norðmenn tækju höndum saman. Þrjú liundr-
uð manns áttu að vinna við þessa akademíu, þó ekki í þeim
tilgangi að láta menn þreyta próf. Ekki varð úr stofnun aka-
demíunnar, en mjög örvuðu kenningar G. hugsjónina um nor-
ræna samvinnu.
Vitað er að þessar liugsjónir liafa aftur fengið byr undir
vængi einmitt á vorum tímum, einkum eftir síðari styrjöldina.
Hið uppliaflega markmið Grundtvigs var „en Höiskole for
folkelig Videnskabelighed og borgerlig Uddannelse“. Milli bar-
áttunnar fyrir almennum kosningarrétti, lýðræðislegu stjórn-
arfari og skólaumbótum var náið samband. G. liafði kynnzt
mörgu í Englandi, en þangað fór liann árið 1829 og dvaldi þar
í tvö ár. Lýðháskólann hugsaði liann sér upphaflega sem ríkis-
stofnun, en þegar Kristján áttundi andaðist árið 1848, varð sii
von að engu. Það liefur jafnan verið einkenni lýðháskólanna
að ríkið hefur ekki stjórnað þeim, lieldur áliugamenn, og lief-
ur þessu haldið áfram einnig eftir að ríkið tók að veita þeim
fjárliagslegan stuðning.
Fyrsti lýðliáskólinn var stofnaður 1844 í Rödding. Upp úr
lionnm óx síðar hinn frægi skóli í Askov. Áður en G. andaðist,
voru lýðháskólar orðnir allmargir og hreyfingin tekin að breið-
ast út í nágrannalöndunum. Þar hefur hún síðan breiðst út og
greinst margvíslega á þeirri rúmu öld, sem liðin er frá því að
verulega tók að kveða að hreyfingunni.
Gagnrýni hefur ekki skort á lýðháskólana, og ekki sízt í Dan-
mörku mættu þeir verulegri mótspyrnu á sínum tíma. 1 Noregi
voru amtsskólarnir stofnaðir til höfuðs lýðháskólunum, til þess
að koma hinum síðarnefndu fyrir kattarnef með því að styrkja
amtsskólana af almanna fé, en ekki lýðháskólana. Og þannig
tókst að drepa nokkra þeirra. En samt liafa lýðháskólar lialdið
velli, og einnig leitt lil þess að aðrir frjálsir skólar liafa verið
stofnaðir. Um afstöðu ríkisins til lýðháskóla liefur ollið á ýmsu,
en ríkið styrkir þá nú verulega. Tiltölulega ný lög um frjálsa
skóla hafa verið samþykkt s. I. áratug í ýmsum löndum. Ymis-