Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 37

Kirkjuritið - 01.11.1963, Page 37
KIRKJUKITIH 419 legt myndum vér undrast í þeim lögum, þar á nieðal hve mikið traust ríkisvaldið sýnir áliugamönnum í skólamálum. Það er auðvitað kleift að spilla lýðháskólum, eins og öðrum mannlegum stofmimim, einkum ineð því að senda þangað vandræðamenn til náms. Þannig spilltust kaþólsk klaustur mið- alda, sem upphaflega voru hinar merkustu stofnanir. I liöndum yfirborðsmanna verða lýðháskólar gagnslausir og ná ekki marki sínu, að vekja neinendur til vitundar um ábyrgð sína á lífi sínu og þjóðar sinnar. Undir stjórn andlega dauðra manna mun mikið af orkunni lenda í laustsvífandi tali um allt og ekkert og skólinn e. t. v. verða gagnsminni en jafnlangur ríkisskóli með sama tilkostnaði. Möguleikar lý&háskólanna liggja aS verulegu leyti í því að þfíir eru frjálsir, geta sjálfir ákveðið livað kenna skuli. Þeir geta tekið upp nýjar námsgreinar þegar þeir vilja, e. t. v. 20— 30 árum á undan ríkinu, og veitt nemendum sínum fræðslu, sem er á undan samtíð sinni. Þeir geta velt af sér úreltum reið- ingi hins staglkennda náms — sett gamalt vín á nýja belgi — eins og t. d. með kennslu liugsjónasögu og fjölskyldufræði — meðan allt lijakkar í sama hálf-gamla farinu við menntastofn- anir ríkisins. Það sem ríkið afrækir, eins og t. d. siðgæði, getur lýðháskólinn tekið upp og kennt, ef liann hefur menn til þess. En þótt ríkið liafi menn, þá getur það ekki notað þá til að kenna fræði, sem enginn tími er ætlaður í skólunum samkvæmt löguin. Að jafnaði eru framandi mál ekki notuð, heldur móSurmáliS eingöngu. Þetta sparar mikinn tíma og mikla orku, þegar kenna skal fullorðnu fólki eigin jijóðar af öllurn stéttum og þekkinga- stigum. En þetta kostar að mikið af kennslunni fer fram í fyrir- lestrum — og mikil vinna fer í undirbúning. Samt þarf að gefa út úrvals bækur að staðaldri, lesbækur í ýmsum greinum, ekki til þess að læra að lesa, heldur til þess aS kynnast verSmœtum, siðgæðilegum, trúarlegum, þjóðlegum og almennt mannleg- um. Um leið og menn liljóta aukna þjálfun í móðurmálinu, kynnast þeir ýmsum ágætustu mönnum þjóðanna, lireyfingum og stefnum, afbragðsverkum í fornum og nýjum skáldskap, nianndáðum og sögu. Kapp er lagt á að fá marga ágæta fyrir- lesara til að heimsækja skólana og auðga þannig andlegt líf þeirra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.