Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 3

Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 3
I Avarp forseta íslands 350 ára minning síra Hallgríms Pjeturssonar Hallgrímskirkja 15. marz 1964. Góðir áheyrendur, nær og fjær! A þessu ári eru liðnar þrjár og hálf öld frá fæðingu Hallgríms Pjeturssonar, höfuðskálds heilagrar Guðs kristni, og þjóðskálds ís- lendinga. í því tilefni höldum vjer minningarhátíð sem þakklætis- v°tt, og oss sjálfum til umþenkingar og uppbyggingar. Old síra Hallgríms, seytjánda öldin, er lágnætti íslenzks þjóð- Ws, öld hallæris, fátæktar, einokunar og einveldis. Þó er eins og r°fi þegar fyrir nýjum degi með vaxandi bókmenntum og alþýðu- ntenning. Morgunstjarnan blikar í rofi, löngu fyrir dagmál. „Hall- Snrnur kvað í heljarnauðum, heilaga glóð í freðnar þjóðir", segir síra Matthías. Æfisaga síra Hallgríms er merkileg og einstök í sinni röð, þó Vlða sjeu stórar eyður. Hann eldst upp á Hólum með frænda sín- Urn> herra Guðbrandi, hinum afkastamikla brautryðjanda Siðaskift- anna. Þjóðsögur hafa margt af honum að segja, allt frá æskuárum andlátsstundar. Og þó varlega sje mark á þeim takandi, þá gefa t^r, sumar hverjar, vafalaust rjetta mynd af unglingnum og prest- lnum, skapferli hans og æfikjörum — og þó einkum af almanna- rómi. bað er glöggt, að Hallgrímur hefir verið það, sem kallað er °dæll í æsku, en þó aldrei ódrengur. Hann misþyrmir hvorki mönn- um nje skepnum. En hann hefir snemma gáfu hagmælskunnar um fram aðra menn, glöggt auga fyrir því kátlega, og kemur sjer ut 10

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.