Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 14
156
KIRKJURITIÐ
Nú þykknar í síra Hallgrími, honum vex ásmegin, og svarar Júð-
um og Pílatusi sjálfur með þrumandi hyllingareiði:
Víst ertu Jesú, Kongur klár,
Kongur djrðar um eilíf ár,
Kongur englanna, kongur vor,
Kongur almættis tignarstór.
Kong minn, Jesú, jeg kalla þig
Kalla þú þrcel þinn aftur mig,
Herratign enga að heimsins sið,
Held jeg þar megi jafnast við.
Síra Hallgrímur var einskis manns þræll, en hann kann að koma
orðum að lotningu sinni og tilbeiðslu. Jesú hafa á öllum tímum
verið valin hin hæstu heiti, og aldrei þótt nógu langt til jafnað.
Jeg læt tilvitnunum lokið, og hverjum bezt að lesa fyrir sig, án
milligöngu. Það er með fádæmum hve skýrt og skilmerkilega
þriggja alda sálmar tala beint til vor, og hitta í hjartastað. Jeg dreg
þó ekki dul á, að til eru þau vers og vísuorð í Passíusálmunum,
sem jeg mundi strika yfir, einkum í sambandi við eilífa fordæm-
ing, en það er færra en margur myndi ætla. Þá leggjum vjer og
nýjan skilning, og þó skildan, í sumt, en svo er jafnan títt um alla
forna Ritning og Játning. Engar tvær kynslóðir hugsa nákvæmlega
eins. Passíusálmarnir eru vort fimmta og þjóðlega guðspjall, af því
að skáldskapur þeirra er sannur.
Skáldskapur er sannur, ef hann er í samræmi við hin hinztu rök.
Það gildir hið sama um skáldskap, trú og vísindi. Það eru engar
mótsagnir í tilverunni, þegar komið er að hinum innsta kjarna.
En sú leið er vandrötuð. Vjer þurfum að velja oss leiðsögu, oftar
máske en vjer gerum oss grein fyrir. Það er skammt á milli skálds-
ins og spámannsins, ef báðir eru á rjettri leið. Þeir skynja og skila
betur, hafa heitari tilfinning og eru næmari á fegurð en hversdags-
maðurinn. Vjer þörfnumst margra meðalgangara, og síra Hall-
grímur er einn þeirra fremstu.