Kirkjuritið - 01.04.1964, Síða 22
Benjamín Kristjánsson:
Hinn mikli, eilífi andi
Rœfía flutt viS útjör DavíSs Stefánssonar, skálds, afi Möfiruvöll-
um í Hörgárdal 9. marz 1964, af séra Benjamín Kristjánssyni.
Þú mikli, eilífi andi
sem í öllu og alls staSar býrS,
Þinn er mátturinn, þitt er valdio,
þín er öll lieimsins dýrð.
Þetta bænarákall er oss ríkt í liuga í dag, er vér komum
hingað til að kveðja þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagra-
skógi liinztu kveðjunni.
Með þessu ákalli lióf liann sín frægu Þingvalla-ljóð á Al-
þingishátíðinni 1930, og á öllum miklum hátíðastundum æv-
innar var bænin og lofgerðin sterk í huga lians og á tungu. Svo
skal það einnig vera nú, þegar vér kveðjum hann, liorfinn úi'
þessu ljósi í annað.
Fyrst ber að þakka skaparanum, frá lionum er öll góð og
fullkomin gjöf:
„Lífið ert þú, mikli, eilífi andi!“
Þessi var lians játning, og þessi sé vor játning í dag. Það h%
sem af Guði er gefið, er vissulega öruggt í lians hendi. Lofaður
sért þú, sem þessa gjöfina gafst, Guð, blessaður um aldir!
Söknu&urinn
1 Hungurvöku er sagt, að svo félli mörgum nianni nær and-
lát Gizurar biskups, að aldrei gengi úr hug, meðan þeir lifðu-