Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 26

Kirkjuritið - 01.04.1964, Page 26
168 KIRKJURITIÐ Það bíða þín bæir í dalnimi og bátar við f jörusand. Legg bönd þína beill ú plóginn og hylltn þitt föðurland! Hvatning til dáða er sterk undiralda í mörgum ljóðum lians. Og á sama liátt unni liann öllum þjóðlegum verðmætum, forn- um og nýjum, en lét lítið beillast af innfluttum tízkufyrirbær- um í list og lífsskoðun. Gáfa bans var svo rík, að liann þurfti ekki að berma eftir neinum, enda fyrirleit liann tildur og sýnd- armennsku, bræsni og yfirlæti. Sannleikanum einum vildi hann lúta. Framar öllu unni hann landinu eins og Guð liafði skapað það og valið því ástarsælan stað. „Þetta er blessað land“, segir bann. „1 mínum augum skortir það livorki fegurð né gæzku. Hví skyldi ég ekki gera þá játningu bæði fyrir Guði og inönn- um“. Kvæðið: Sigling inn EyjafjörS, er dásamlegur ástaróður til átthaganna: Allt það, sem augað sér æskunnar liörpu knýr, syngur og segir mér sögur og ævintýr. Mild ertu, móðir jörð. Margt liefur Guð þér veitt. Aldrei ég, Eyjafjörð elskaði nógu lieitt. 1 æsku dvaldi Davíð oft vikum saman á Hofi bjá afa sínum og ömmu og drakk þar í sig viröingu fyrir fræðum og mennt- um. Þar kynntist hann móðurbróður sínum, Ólafi Davíðssyni, liinum fjölvísa náttúrufræðingi og afkastamikla fræðimanni, er safnaði þjóðsögum, þulum og vikivökum. Urðu það einmitt þjóðkvæðin, sem mest ábrjf höfðu á Ijóðagerð lians. Og þjóð- sagan varð uppistaða í frægasta leikriti bans: Gullna hliSið. SiSameislarinn mikli Annað var það, sem örlagarík ábrif liafði á þroska lians. Ungur hóf bann nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri, en veikt-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.