Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 28
170 KI R KJ U It I TI D Svartar fjaðrir fóru sigurför um landið. Síð'an var beðið eftir liverri nýrri ljóðabók hans með óþreyju. Af ljóðum Davíðs seldist livert upplagið af öðru, þó að aðrar ljóðabækur seldust lítl eða ekki. Hann varð strax á unga aldri okkar vinsælasta þjóðskáld. Að loknu stúdentsprófi fór liann út um lönd, allt til Suður- landa. Þar verður bann fyrir margvíslegum álirifum, lieyr sé mörg yrkisefni, verður lieimsborgari. En samt leitar liugur hans alltaf heim í dalinn á ný, lieim á æskuslóðirnar við Eyja- fjörðinn. Hann gerist fyrst kennari á Akureyri, svo amtsbóka- vörður. Það starf á vel við hann. Hann elskar bækur og eignast sjálfur stórt bókasafn, ver margri tómstund til að fullkomna það og gera því til góða. Á Akureyri byggir bann sér hús og þar er liann gerður að heiðursborgara á sextugsafmælinu, elsk- aður og virtur af öllum. Andi frá ókunnu landi Ég rek ekki þessa sögu lengra, bún er oss öllum kunn. Meðan Davíð bjó á meðal vor, fannst oss Norðlendingafjórð- ungur fylla landið liálft, eins og eitt sinn var kveðið. Þó að erfitt sé að meta eitt skáld á móti öðru, má tvímælalaust telja liann eitt vort mesta og vinsælasta Ijóðaskáld, eftir að Mattliías og Einar Benediktsson burfu af sviðinu. Hann var mikilvirkur ritliöfundur og skáld, en þó umfram allt vandlátur, vildi aldrei láta neitt frá sér fara nema það, sem fágað var af ítrustu vand- virkni. Hugur lians var eins og gjósandi liver, sem hellti geisla- regni sínu yfir öll landsins börn. Hann yljaði oss með guðmóði sínum, sagði til syndanna, ef honum bauð svo við að liorfa, en töfraði þó fyrst og fremst með yndisleik og fegurð ljóða sinna. Allir elska bækurnar bans. Hann orti ekki aðeins fyrir sjálf- an sig. Hann orti fyrir þjóð sína, var sál liennar og samvizka. Sjálfur var liann: ungmennið fagra og ennisbjarta, sem hvílir í leiöslu við landsins hjarta og I jóð þess nemur. Hann var söngvari liins nýja Islands með djúpar rætur í for- tíðinni. Hann var innblásinn, kallaður til að yrkja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.