Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.04.1964, Qupperneq 40
GuSmundur Kr. Guðnason: Kirkjurækni Áhugi fólks virðist vera fremur lítill nú á tímum fyrir því að sækja kirkju. Kirkjurnar eru víða hálf tómar þegar messað er nema að eitt- hvað sérstakt standi til svo sem skirn, ferming, eða jarðarfarir, en þá fyllast kirkjurnar á skammri stund. Og stundum verður fólk frá að hverfa sökum þrengsla, a. m. k. er þetta svo sumstaðar þar sem ég þekki til. Oft er það svo að ])að fólk sem býr lengst í burtu frá kirkj- unni, sækir helzt kirkjur, en síður fólk sem býr svo að segja við kirkju- vegginn. Hér áður fyrr var ekki verið að fást um það þótt kirkjugestir þyrftu að fara jafnvel tveggja til þriggja klukkustunda leið til kirkju hvora Ieið og oft í misjafnri færð. Það sýndi hinn brennandi áhuga fólksins fyrir því að sækja kirkju til að hlýða á boðskap Jesú Krists og eiga samverustund með presti sínum og söfnuði. En nú mun kannske ein- hver spyrja. Af hverju stafar þetta áhugaleysi ? Sumir halda því fram að útvarpið valdi því að einhverju leyti, síðan farið var að útvarpa guðþjónustum. En ég er ekki þeirrar skoðunar að fólk hætti frekar að sækja kirkju þótt það geti hlýtt messu heima hjá sér. Það er dálítið einkennilegt að kirkjusókn skuli vera miklu verri í kaupstöðum en í sveitunum. Ég hefi nokkrum sinnum komið til Reykjavíkur og hlýtt messu í Dómkirkjunni, Fríkirkjunni og fleiri kirkjum höfuðstaðarins, en víðast hvar hefur mér virzt kirkjusókn vera frekar lítil, en þó misjöfn nokkuð. Fyrst þegar ég kom til Reykja- víkur þá var ég við hátiðamessu I Dómkirkjunni á þjóðhátíðardaginn 17. júní og var þá hvert sæti skipað í kirkjunni og fjöldi fólks stóð einnig. En ég var einnig við messu í sömu kirkju stuttu síðar og þá var fremur fátt fólk við messu. í sveitum er ])að svo að oft kemur fólk frá öllum bæjum í sókninni til kirkju og stundum allt heimilisfólkið frá sumum heimilum, þó er þetta kannske nokkuð misjafnt og fer vitan- !ega eftir ástæðum eins og gengur. Að lokum óska ég þess af heilum hug að kirkjusókn megi breytast til hins betra í framtíðinni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.