Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 44

Kirkjuritið - 01.04.1964, Side 44
KIRKJUIUTIÐ 186 Eg gríp líka eina gainansögiina: Guðlangiir frá Stórási var um skeið í vist hjá liónda einum í Mývatns- sveit, sem þótti afar latur. Kunn- ingjar Guðlaugs voru að reyna að' grafast fyrir uni, hvernig honum líkaði vistin, en fengu lítil svör. — En er hann ekki blóðlatur? spurðu þeir. — Ekki hefur liann kvartað um það við mig, svaraöi Guðlaugur. 1 eftirmála segir, að ákveðið sé að halda útgáfu þessari áfram og næsta hók þegar í smíðum. Nýtur verkið vinsælda að inaklegleikum. FERMINGARGJÖFIN. Bókaútgáfan FróSi. — PrentsmiSja Jóns Helgasonar 1964. Bókin er liandhæg og vinsæl ferm- ingargjöf. Árlega koma erlendis margar bækur, sem ætlaðar eru til þeirra nota. Fagrar bækur með margbleytilegu og þó kristilegu innihaldi. Oss hefur skort þær. Bildían, Passíusálinarnir og Sáhua- bókin hafa aðallega verið á boðstól- um, en vitanlega geta ekki allir gef- ið þær eingöngu. Fyrir tveim árum gaf Bræðralag úl bókina Silfur- /irœSi, sem m. a. er góð ferming- argjöf. Ilér kemur önnur bók, sem orðin cr til af hvötum sama félags. Ásmundur biskup Guðmundsson, á inegin þáttinn í undirbúniugi bók- arinnar, en liefur notið stuðnings ýmissa ágætra manna. Bókin skiplist í tvo iiiegiu kafla, Erindi og Sögur. I þeim fyrri eru greinar eftir Ásmund biskup Guð- mundsson, Hannes J. Magnússon, Árelíus Níelsson, Ólaf Skúlason, Pétur Sigurgeirsson, Jón Auðuns og Albert Schweitzer um fermingardag- inn, æskuna, helgidagana, táknmál kirkjunnar og fleira. Fróðlegar og uppbyggjandi. Sögurnar eru eftir er- lenda öndvegishöfunda svo sem Tol- stoj, Selinu Lagerlöf, H. C. Ander- sen. Og tvær skráðar af séra Magn- úsi Helgasyni. Allar hafa sögur þess- ar víst birzt áður á prenti, en munu ókunnar nálega öllum þeim, er fá þessa bók helzl í hendur. Hefði þó sennilega verið æski- legra að liæta við fáeinum, sem ekki væru áður komnar út. En allar eru þær perlur og þýddar af mikilli prýði. Fjöldi lilmynda er í bókinni og frágangur mjög vandaður og einkar fagur. Þarf víst ekki að efa að bók þessi rennur út og væri æskilegt að flein hliðstæðar færu í kjölfarið, þótt efnisval þeirra yrði að sjálfsögðu nieð öðrum hætti. G. Á.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.