Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 16

Kirkjuritið - 01.06.1964, Page 16
Ásmundur GuSmundsson, bisltup: Páskatrú Eitt fegursta dæmi í Nýja testamentinu um páskatrú fylgj- enda Jesú er frásagan um Mörtu í Betaníu. Margir liafa að sönnu talið' Maríu systur liennar fremri henni í trú. María liafi valið góða lilutann, sem ekki verði frá lienni tekinn. Það hafi Marta ekki gjört. En frásögnin um hana í 11. kapítula Jóhannesar guðspjalls sýnir ])ó berlega, að hún valdi sama góða hlutann sem systir hennar. Hún er ein af fyrstu trúarlietjum kristninnar. Vér skulum nú virða fyrir oss páskatrú hennar. 1 þorpinu litla, Betaníu, skammt frá Jerúsalem, suð-austan undir Olíufjallinu, í húsi þeirra systkina Mörtu, Maríu og Lazarusar, er lníð þungt þrautastríð. Lazarus er sjúkur, og elnar iionuin sóttin meir og meir. Það eru dapurlegir dagar, eins og syrt hafi yfir bænum. Þær systur hjúkra bróður sínum af ást og umhyggju, reyna allt sem þær geta til þess að lina þjáningar Iians. En lífsþróttur hans dvínar. Ef ekkert verður að gjört, er dauðinn í nánd. Við sjúkrabeðinn kemur þeim í hug heimilisvinur þeirra hinn bezti — Jesús frá Nazaret. Hann myndi megna að veita lækningu. Hafði liann ekki gefið hatann Símoni hinum líkþráa þar í þorpinu? Væri hann nú kominn, þá mundi Lazarus aft- ur verða heill. Hversu þrá ]>ær Jesú að rekkju hans. En nú er langt í milli þeirra vinanna. Jesús í liéraðinu austan Jórdanar og Dauðahafsins og ekki væntanlegur til Betaníu, svo að þfe1' viti. Ein hugsun tekur samtímis að festa dýpri og dýpri rætur í hjörtum systranna: Við verðum að láta sækja Jesú — lækn- inn eina, sem er megnugur þess að veita þeirn hjálp. Og þar kemur, að’ þær senda austur á fund Jesú.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.