Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Qupperneq 30

Kirkjuritið - 01.06.1964, Qupperneq 30
KIKKJURITIÐ 268 Mér vitanlega Iiefur t. d. Islenzka Hómilíubókin aldrei komið hér út, en Imn er samt einn af vitaðsgjöfum þeirrar tungu, sem við erum svo fúsir að gjalda varajátningu. Islenzk miðaldakvæði eru ekki aðeins óliemjuleg að vöxtum, heldur verða þar fundnir nokkrir gimsteinar bókmennta vorra, en þau kvæði hafa ekki átt upp á pallborðið hjá Islendingum fremur en Edda, og reyndar aldrei komið hér á prent. „Allir vildu Lilju kveðið hafa“ var sagt um Lilju áður fyrri. En það er ekki einu sinni til íslenzk útgáfa af Lilju, sem liægt sé að nefna. Af Flateyjar- bók var Kristjaníuútgáfan frá 1860—’68 prentuð upp liér í stríð- inu af svo mikilli nákvæmni, að í miklum liluta bókarinnar var lialdið þeim villum og mislestrum, sem fyrir fundust í þessari gömlu norsku útgáfu. Eg hef heldur ekki heyrt þess getið, að Islendingum hafi dottið í Iiug að gefa út Heilagra manna sögur, sem eru að vöxtum eittbvað svipað og Islendingasögur, samdar á öndvegistíð íslenzkrar málssögu, og skyldi maður þó ætla, að inörgum Islendingi þætti tilbreyting í þess liáttar sögum í miðju sorpbókaflóðinu, sem oft er verið að tala um hér í blöðunum. Og þannig mætti lengi telja. En sú var tíð, að sérstæð íslenzk menning hirtist í staðreyndum en ekki skjalli og skrumi. Á 16. öld, þegar þjóðkirkja okkar, páfakirkjan, liafði verið útlæg ger úr landinu af dönsku stjórninni, en Biblían var komin í stað kirkju, þá hefðum við áreiðanlega getað fengið danska Bihlíu ókeypis liingað til lands og þar með danskar prédikanir á sunnudiigum og danskar bænir til Guðs, eins og Norðmenn fengu. Var það þjóðernismetnaður, sem kom okkur til að prenta Guðbrandarhiblíu? Mun ekki sanni nær, að það verk þætti Islendingum svo einhlítt að vinna, að annað gat ekki flökrað að þeim, þó þeir væm fátækir, þá voru þeir enn ekki koinnir á það stig þróunarinnar, eins og sagt er nú á dögum, að þeim fyndist íslenzkt mannréttindamál að taka við danskri Biblíu gefins. Og þó þeir væru kannski svangir, var bauna- diskurinn frægi, sem talað er um í Biblíunni, ekki orðinn þeim það hjartans mál, að þeir létu fyrir hann frmnburðarrétt sinn sem bókmennlaþjóð. Þeir prentuðu sína Biblíu sjálfir í torf- kofa í einum afskekktasta fjalladal Norðurlands. Þá bók get- ur Islendingur enn þann dag í dag stoltur hafið upp til hvaða útlendings sem vera skal“.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.