Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Síða 35

Kirkjuritið - 01.06.1964, Síða 35
Krí suvíkurkirkj a endurreist og endurvígð Sunnudaginn 31. niaí s.l. fór fram endurvígsla Krýsuvíkur- kirkju. Biskupinn, lierra Sigurbjöm Einarsson, framkvæmdi vigsluna. Vígsluvottar voru: Séra Garðar Þorsteinsson prófast- ur í Hafnarfirði, séra Ingólfur Ástmarsson biskupsritari, Krist- jan Eldjarn þjóðminjavörður og Stefán Jónsson forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Forustu söngs annaðist Páll Kr. Pálsson með aðstoð tveggja Hafnfirðinga, en sungið var án orgels. Meðhjálpari við atliöfn- ina var Björn Jóbannesson og hringjari Ingólfur Jónsson, Hafn- arfirði. Kirkja þessi var upphaflega byggð árið 1857. Var aðalsmið- ljr bennar Beinteinn Stefánsson. Vill svo skemmtilega til að það cr dóttursonur Iians, sem nú hefur liaft með böndum endursmíði kirkjunnar. Árið 1910 er kirkjan orðin brörleg, og er hún lítið notuð til kirkjulegra albafna eftir það og mun bafa verið lögð niður 1929. En kirkjan stóð þó uppi yfirgefin og ein húsa á bæjar- bólnum í Krýsuvík. Árið 1954 fékk Bjöm Jóbannesson, fyrrv. Inrseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, leyfi bæjarstjórnarinnar bl að endurbyggja kirkjuna á eigin kostnað, og er því verki nú lokið. Hefur bann hagað öllu verkinu í samráði við þjóðminja- vorð og er kirkjan endurbyggð algerlega óbreytt að formi til. Krýsuvíkurkirkja er lítil timburkirkja, upphaflega byggð úr vekaviði, og var bún endurbyggð að mestu leyti úr sömu viðum. Fr bún nú bið snotrasta guðsbús. I sætum bennar rúmast 36, en við vígsluna voru um 50 manns, eða eins og í kirkjuna kemst. 18

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.