Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1964, Side 42

Kirkjuritið - 01.06.1964, Side 42
Bækur „TVEGGJA HEIMA SÝN“ Olafs Tryggvasonur Þegar fyrri bók Ólafs, Huglækn- ingar, kom út, haustiiV 1961, skrifaði ég vandaða og nokkuð ýtarlega grein uin hana og höfund hennar í Frjálsa þjóS, — svo niikið þótti niér til uin hana þrátt fyrir — að mínu áliti — injög gallaðan rilháll á skýringar- köfluin bókarinnar. í bókinni Tveggja heima sýn er höfundurinn, á tveiinur áruiii aðeins, kominn á alll annað og fullgilt lag þess að skýra andlcg efni — svo ágætt, víð- ast livar, að jafngott er lestrar liá- mentuðum og gerlmgulum lesanda sem almúgamanni, jafnframt því sem Iialdið er að fullu vellandi mælsku og óþrjótandi liugmynda- auðlegð fyrri hókarinnar. Sjónar- miðið er, yfirleitt, svo heilbrigt og sjálfslætt sem hugsast getur, og al- vara hins þraulreynda, djúpskyggna og víðsýna inanns svo bjargföst, að málflutningur hans hlýtur að ná sambaudi við livern vel gefinn mann, sem ekki er niðurreyrður á liæl og bnakka af fordómum. Þar með segi ég, að sjálfsögðu, ekki, að allir sanngjarnir mcnn hljóti að fallast á allar skoðanir höf., en þær hljóta að vekja virðingu hvers lieiðarlega hugsandi lesanda, og gera ljóst náið samband milli trúar liöfundar og allrar annarrar einlægrar kristinnar trúar. Ég get varla ímyndað mér annað en að bók þessi cigi eftir að færa einlæga kristna trúmenn ólíkra guðfræðiskoðana nær hverja öðrum i kærleika — ég tala ekki um trúar- lirokagikki; svo virðist mér hún ínálluglega á bjargi byggð, uiidir- stöðuatriða. Auk þess tekur lmn, í fullri alvöru, upp frumkristiun þráð, iindirstöðu eðlis, sem lcngi hefur legið í láginni með „Mótmælend- um“, og ber fram nýjar, líklega af Ólafi fruinhugsaðar, skýringar, stór- ar í sniðum og tilkoniumiklar, á meginatriði í þessu efni (sbr. t. d. bls. 113), en af því dregur bókin nafiiið. Bókin inorar af spakmælakemid- um sctningum — glitrar af andríki. Dýpt, víðsýni, alvara og reynsla siijallleiki og liugrekki eru meðal lielztu einkenna hennar. Ég efast um, að nokkurn tíma hafi komið út mikilvægari hók um andleg efni á íslandi, ritgerða tegundar (þar ineð taldar prédikanir). Svo er liún fersk, að spámannsriti er likast. Hún er eins og gos (sbr. t. d. bls. 86 og 87). Það liaggar ekki framanskráðu, þó að ófá einstök atriði bókarinnar orki tvímælis, og hún sé ekki a hverri blaðsíðu með sömu ágætum. Seyðisfirði, 30. apríl 1964. Björn O. Björnsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.