Kirkjuritið - 01.01.1965, Blaðsíða 29
KIRKJIJRITIÐ
23
6. gr.
Biskupar vígja presta og kirkjur, skipa prófasta í biskups-
dæmum sínum og fara með öll biskupsvöld eftir þeim lögum,
reglugerðum og erindisbréfum, sem jiar um gilda, sbr. j)ó 4.
°g 5 gr.
7- í?r-
Biskupar lialda árlega prestastefnu, bver í sínu biskupsdæmi.
Reykjavíkurbiskup boðar og til sameiginlegrar prestastefnu
j)jóðkirkjunnar svo oft, sem biskuparnir allir telja nauðsyn
til bera.
8’ gr-
Biskupar vísitera biskupsdæmi sín eigi sjaldnar en svo að
j)eir fari um allt biskupsdæmið á fjórum árum.
9- gr-
Biskupar taka laun samkvæmt launalögum og eiga rétt til
embættisbústaða. Kostnaður við vísitazíuferöir og vígslur greið-
ist úr ríkissjóði eftir reikningi, sem kirkjumálaráðherra úr-
skurðar. Þá skal og ákvarða þeim bæfilegt fé til embættis-
kostnaðar, skrifstofu og risnu.
10. gr.
Sjóðir, sem eru í eigu kirkna eða gjafasjóðir og aðrir slíkir,
sem bundnir eru ákveðnu biskupsdæmi, skulu vera í umsjá
Idutaðeigandi biskupa. Heimilt er J)ó að lána úr þessum sjóð-
um til kirkjulegra þarfa í öðrum biskupsdæmum, ef reglugerðir
þeirra mæla ekki gegn því og viðkomandi biskupar telja nauð-
svn til bera.
n. gr.
Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 38 30. júlí
1909 um vígslubiskupa og önnur lög eða lagaákvæði, er fara í
bága við lög þessi.
ÁkvœSi til bráfiabirgfia.
Núverandi biskup Islands á rétt á að setjast í bvert biskups-
dæmið, sem liann kýs.