Kirkjuritið - 01.01.1965, Blaðsíða 34
28
KIKKJURITIÐ
15. mál
Tillaga til þingsályktunar xim skýrsluform.
Flm. sr. Sigurður Pálsson.
Kirkjuþing felur kirkjuráði að láta nú þegar endurbæta skýrsluform
fyrir messuskýrslur og starfsskýrslur presta, svo að þær gefi réttar upp-
lýsingar um það, sem þær eiga að upplýsa.
Málinu var vísai'i til allslierjarnefndar II, er mælti með því,
a3 tillagan væri samþykkt óbreytt, en fól framsögumanni sín-
um að vekja athygli á, að nauðsynlegt kynni að vera að end-
urskoða fleira í skýrslugerð og reikningsformum kirkjunnar.
Tillagan samþykkt.
16. mál
Tillaga til þingsályktunar.
Flm. Jósefína Helgadóttir.
Kirkjuþing ályktar að stefna beri að því, að þjóðkirkjan sendi ferða-
félaga um landið, er lialdi kristilegar samkomur í kirkjunum, fyrst og
fremst í því skyni að vekja áhuga fólksins fyrir kirkjulegu starfi, og
livetja það til að sækja guðsþjónustur og efla starfsemi safnaðanna.
Málið fór til allsherjarnefndar I, er lagði til, að tillagan væri
samþykkt með þeirri einu breytingu að í stað orðsins „ferða-
félaga“ komi „menn“.
Þannig breytt var tillagan samþykkt.
17. mál
Tillaga til þingsályktunar.
Flm. Jósefína Helgadóttir.
Kirkjuþingið telur nauðsynlegt, að prestar þjóðkirkjunnar geti lielgað
embættisstörfunum krafta sína óskipta, og álvktar því að rétt sé að losa
sveitaprestana við búrekstur og umsjón með prestssetursjörðunum, þó að
embættisbústaðir þeirra verði á sömu stöðum og áður.
Málinu var vísað til allslierjarnefndar II, er lagði til, að til-
lagan væri afgreidd með svobljóðandi rökstuddri dagskrár-
tillögu: