Kirkjuritið - 01.01.1965, Blaðsíða 64
KIRKJURITIÐ
58
stoðir, að Islendingar liafa allt frá því, að sögur hófust, verið
mjög fróðleiksfúsir og reynt að afla sér þeirrar menntunar, sem
kostur var á hverju sinni. Og sú mikla hamingja féll í skaut
þessarar fróðleiksfúsu þjóðar, að alltaf komu fram á sjónarsvið-
ið andleg Ijós, er lýstu skært í myrkri erfiðleikanna. Þar blakta
við hún á myrkustu tímum þjóðarinnar nöfnin: Hallgrímur
Pétursson, Brynjólfur Sveinsson, Vísi-Gísli, Arngrímur lærði,
Stefán í Vallanesi og Jón Vídalín, — svo að nokkur séu nefnd.
Við vitum líka, að ætíð var hópur fræðimanna í alþýðustétt,
sem sat við að rita eftir önn dagsins, oft krókloppnir, í dimm-
um, rökum og köldum baðstofunum og skópu dyngjur af ann-
álum.
En þá er spurningin: Hvað gaf þjóðinni máttinn og kraftinn
svo mikinn?
Á þeim tíma varð ekki seilzt til ritlauna, svo sem nú er. Hér
hlýtur að hafa verið að verki einhver innri eldur og sterkur trú-
armáttur á tilgang lífsins — og svo til viðbótar trúmennskan,
sem séra Björn Halldórsson lýsir á einfaldan hátt: „Ég skal
þarfur þrífa þetta gestaherbergi, — því einhver keniur eftir
mig, sem hlýtur . . .“ Á þessum vettvangi hlasa við okkur mörg
afreksverkin.
Ekki má lieldur undan fella að minnast prestanna „þeirrar
stéttar, er e.t.v. hefur talið flesta ágætismenn á landi voru“, segir
Jón Aðils — og hafði — allt frá því, að kirkja var stofnuð í
landinu— geysimikil áhrif á bókmenningu þjóðarinnar. Þar
stóðu auðvitað biskupar í fararbroddi.
En allt þetta sýnir, að hér bjó kjarnmikil þjóð af sterkum
stofni komin, þjóð, sem bar hinar þyngstu lífsbyrðar, án þess að
beygja af, — og lyfti auk þess andlegum Grettistökum. I því
sambandi á vel við að taka undir með Davíð og segja:
„1 þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga.
Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk.
f hennar kirkju helgar stjörnur loga,
og liennar líf er eilíft kraftaverk“.
En nútíminn, með margvísleg þægindi í liöndum, minnist
sjaldnar en skyldi þessara kraftaverka, sem saga þjóðarinnar
segir frá. _ j