Kirkjuritið - 01.01.1965, Blaðsíða 27
KIHKJUHITIÐ
21
Málinu var vísað til allslierjarnefndar I og lagði hún til, að
tillagan væri orðuð þannig:
Kirkjuþing leggur til að sóknarkirkjum sé gert skylt að
leggja akveðinn liluta tekna sinna í fyrningarsjóð. Fyrningar-
sjóður sé ávaxtaður í Hinum almenna kirkjusjóði Islands og
lúta sömu stjórn og starfsreglum, eftir því sem við á. Fyrning-
arsjóði skal aðeins varið til meiri liáttar aðgerða á kirkjum
eða til endurbygginga með samþykki sjóðsstjórnar. Stjórn
sjóðsins má og fela yfirumsjón með viðlialdi kirkna fyrir milli-
göngu prófasts.
Svohljóðandi viðbótartillaga kom frá Sigurjóni Jóhannessyni:
Jafnframt beinir þingið þeirri áskorun til sóknarnefnda, að þær geri
kað, sem í þeirra valdi stendur til þess aó viðhalda kirkjuni sínum sem
he?.t og neyti í því efni heiinildar um hámark sóknargjalda.
Var viðbótartillaga þessi samþykkt og ályktunin síðan.
11. mál
Tilllaga til þingsályktunar.
Flm. sr. Sigurður Pálsson.
Um varðveizlu og ráðstöfun kirkjugripa.
Kirkjuþing felur kirkjuráði, að setja reglur um varðveizlu og ráðstöfun
kirkjugripa með það fyrir augum að gripir kirkna séu örugglega varð-
'’eittir og að sóknarnefndir eða kirkjuhaldari geti eklci ráðstafað þeim
an samþykkis safnaðar og kirkjustjórnar eða þess fulltrúa sem hún kann
að fela þau mál. Sóknarnefndum sé einnig gerl að skyldu að halda tæm-
andi skrá um alla þá muni sem í kirkjunni eru, bæði þá, sem nothæfir
cru, og aflóga og gera grein fyrir tilkomu þeirra svo sem unnt er. Þar séu
jafnóðum skráðir nýir munir og gerð grein fyrir þeim, sem hverfa úr
eigu kirkjunnar. Þessi skrá nái einnig til bóka kirkjunnar.
Allsherjarnefnd II fjallaði um málið og lagði til, að tillagan
V£eri samþykkt að viðbættu þessu niðurlagi:
Einnig felur þingið kirkjuráði að gefa bendingar um með-
ferð aflagðra kirkna.
Þannig breytt var ályktunin samþykkt.