Kirkjuritið - 01.01.1965, Blaðsíða 31
KIIÍKJURITIÐ
25
eru: Sóknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar prestakallsins
(aðalmenn). Fyrsti varamaður tekur sæti aðalmanns, ef forfall-
aður er. Sé prófastur héraðsins umsækjandi um kallið, nefnir
biskup annan prófast til í hans stað.
3. gr.
Á kjörmannafundi skulu umsóknir ásamt umsögnum biskups
bggja frammi til athugunar. Fundurinn er lokaður og stýrir
prófastur lionum. Ef meiri-hluti kjörmanna samþykkir, að
kjör skuli fram fara, skal það framkvæmt með þeim liætti,
sem segir í 4. gr. Að öðrum kosti ráðstafar kirkjumálaráðherra
embættinu samkvæmt tillögu biskups.
4. gr.
Ef samþykkt er, að kjör fari fram, ákveður prófastur kjör-
fund kjörmanna þá þegar eða næsta dag hið síðasta. Kjör-
fundur er lokaður og stýrir prófastur honura. Fer þar fram
leynileg, skrifleg atkvæðagreiðsla um umsækjendur. Prófastur
afhendir liverjum kjörmanna einn atkvæðaseðil og setur kjör-
inaður kross framan við nafn þess, er hann kýs. Prófastur skilar
atkvæði á sama liátt. Að lokinni atkvæðagreiðslu eru atkvæði
mnsigluð og send biskupi í póstábyrgð, ásamt afriti af gjörða-
bók kjörfundar. Verði ágreiningur um undirbúning eða fram-
kvæmd kosningar eða liún kærð, fellir kjörstjórn úrskurð um
niálið. Kjörstjórn skipa, auk biskups, 2 menn, er kirkjumála-
ráðuneytið skipar til 5 ára í senn.
5. gr.
Þegar kjörstjórn befur kynnt sér niðurstöðu kjörfundar,
sendir biskup afrit af bókun liennar til kirkjumálaráðlierra,
asamt rökstuddri tillögu sinni um veitingu. Biskup styður
nieð tillögu sinni þann umsækjanda, er hlotið hefur %
atkvæða kj örmanna. Skal veita lionuin embættið, enda telst
bann liafa hlotið lögmæta kosningu. Nái umsækjandi ekki %
atkvæða kj örmanna, telst kosningin ólögmæt, og mælir biskup
þá með þeim tveimur umsækjendum, ef um fleiri en einn er
að ræða, er hann telur, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna,
standa næst því að hljóta embættið, og í þeirri röð, sem næst
hggur að hans dómi. Veitir ráðherra því næst embættið öðrum
hvorum þessara tveggja.