Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Síða 42

Kirkjuritið - 01.01.1966, Síða 42
36 KIRKJURITIÐ Þeir urðu ásáttir um að lirinda því nauð'synjamáii í frain- kvæmd. 1 þeim tilgangi boðuðu þeir allmarga stéttarbræður sína til fundar og gerðu sér góðar vonir um undirtektir. En þegar til kom mætti aðeins einn liinna boðnu. Þeir gátu ekki færri ver- ið.En þessi eini maður til viðbótar þeim tveimur, er fyrir voru, nægði til þess að félag var stofnað með því að í stjórn þurfti ekki fleiri menn en þrjá. Á sameiginlegri bænastund var sem livíslað væri að einum þeirra, Gideon. — Já, Gideon dómari var maður, sem gerði eins og Drottinn bauð lionum. Því skyldi félagið bera lians nafn og kallast Gideonfélag. Langt er síðan kristnir sölumenn í ýmsum öðrum lönduin fóru að dæmi stéttarfélaga sinna í Ameríku. Sænsk-amerískur maður átti upptökin að því, að stofnað var 1918 „Resande Köpmans Kristliga Förening“. Þaðan barst liugmyndin til Noregs. Hefur „Handelsreisendes kristelige forening“ verið mjög atliafnasamt þar í landi, þar sem líka eru tugþúsundir liótelherbergja. Það var ekki fyrr en 1935 að fyrstu hótelbiblíunum var út- lilutað í Danmörku. Danska Biblíufélagið gaf bækurnar, en félagið kostaði á þær vandað band. Nú hefur þessi starfsenii eflst mjög þar í landi. — Ekki er langt síðan skýrt var frá þvi í dönskum blöðum, að beðið liefði verið um 500 Biblíur lianda lióteli í Áleborg. Slík pöntun kostaði stórfé. Þá var lialdin Biblíuhátíð á vegum félagssamtakanna í finun kirkjum borg- arinnar samtímis, þar gafst í samskot það, sem á vantaði til þess að borga bækurnar. Nú liafa öll slík félög sameinast í alþjóðlegum samtökum er nefnast Hinn alþjóðlegi Gideonfélagsskapur. Mikið liefur verið rýmkað um inntökuskilyrði í félögin. Verkefni þeirra liefur aukizt með því að Biblíum og Nýja testamentum er dreift víðar en í liótel — eins og vitað er af starfi Gideonfélagsskapar- ins liér á landi. Gideonfélagar eru aðeins 70 liér á landi, af þeim eru einir 14 búsettir utan Reykjavíkur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.