Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1966, Page 50
44 KIRKJURITIÐ Ný starfsgrein Sunnudaginn 12. des. s. 1. vígði biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, fyrstu safnaðarfreyjuna, sem tekur til starfa hérlendis. Var hún vígð til þjónustu í Hallgrímsprestakalli í Reykjavík. Vígsluvottar systir Akerström frá Svíþjóð og séra Jalcob Jónsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli- Safnaðarfreyjan nýja lieitir Unnur Anna Halldórsdóttir og er aðeins 23ja ára að aldri. Fóstra að mennt. Hefur þar að auki dvalið ár í Uppsölum til framhaldsnáms. Hún mun a. m. k. fyrst um sinn aðallega vinna að harna- og unglingastarfi. Slík stétt er víðast fjölmenn og á vonandi eftir að eflast hér. Verkefnin ærin í stórum prestaköllum. Akureyrarkirkja 25 ára. Þegar Hrafngils- kirkja var flult frá Hrafnagili í Eyjafirði til Akureyrar 1863 höfðu bæjarbúar lengi þráð að kirkja væri reist á staðnum. Var verkinu lokið um mitt sumar 1863. Þeim alhurði fögnuðu hæjarhúar svo sem getið er í sögu Akureyrar. „... var þá fagnað- arveifa á hverri stöng og siglutré, fall- liyssum var skotið, hlómakrans festur upP og gleðiópin hljómuðu.“ Yfirsmiður var J. Chr. Stepánsson. Þessi ldýlega, látlausa timburkirkja var í innbænum, og var liún sóknarkirkja Akureyringa í 77 ár. Margir Akureyring- ar ininnast enn þessa inusteris. Þegar hætt var að nola kirkjuna, var hún rifin niður, og nú hýður gamli kirkjugrunn- urinn eftir því, að þar rísi kapella. Von- andi kemur þar aftur guðshús áður en langt um líður. Minjasafnið á Akureyri, sóknarnefnd og sóknarprestar hafa áhuga á því að flytja gamla kirkjn á kirkjustaðinn, sem i senn gæti varðveitt hin- ar sögulegu minjar gömlu kirkjuhúsanna og þjónað hlutverki sínu við helgar kirkjuathafnir. Mörgum árum áður en núverandi kirkja á Akureyri var reist, var farið að ræða um það í sóknarnefnd og á safnaðarfundum, að gamla kirkjan væri illa staðsett fyrir fjölda hæjarbúa og ónóg fyrir söfnuðinn við mörg tækifæri. Stofnað var Kvenfélag Akureyrarkirkju, en formaður þess var frú Ásdís Rafnar, vigsluhiskupsfrú, og var aðaláhugamál félagsins að hvetja til nýrrar kirkjuhyggingar. Á sóknarnefndarfundi í skrifstofu séra Friðriks J. Rafnars, vígsluhiskups, 22. sept. 1938, var bygging kirkjunnar ákveðin. Vígsla kirkjunnar fór fram sunnudaginn 17. nóv. 1940, 26. sunnudag eftir trinitatis, og var hún vígð af þáverandi hiskupi íslands, herra Sig- urgeiri Sigurðssyni.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.