Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 6
KIRKJURITlt)
100
en endanleg örlög þess mannlífs, sem vér erum borin til? Þ11
liorfir á fylkingar kynslóðanna. Hvert hnígur þessi mikla
móða? Hver stefna kynslóðirnar, sem kornu og fóru. Er út'
slokknun, eyðing og dauði lokamark? Eða eru mennirnir nieð
öllum sínum kostum og göllum, öllum sínum syndum og sorg'
um, öllum sínum æðri þrám og háleitu hugarsýnum, — eru
þeir að stefna að fjarlægum markmiðum óralangt liandan
rúms og tíma?
Frumkristnin fékk sitt svar, sem margir drógu í efa, er
ekkert vildu sjá, en svar sem nægði þeim, er urðu vottar liiniu'
miklu tíðinda.
Allt varð þetta stórkostlegra en vini Jesú liafði órað fyrir-
En það sem yfirgnæfði öll fagnaðarefni önnur og bjó þein'
bjartasta gleði, var þetta: KRISTUR LIFIR, liann lifir og vinn-
ur enn það verk, sem hanu var með blóðugu ofbeldi lirifinn
frá í blóma manndómsáranna: Að leysa, líkna, fræða, frelsa-
„Hann er upprisinn,“ ómaði þá og ómar enn í kristnun1
lieimi á hverjum páskum.
Þennan boðskap skunduSu, hlupu konurnar með frá gröf'
inni.
Minnstu þess, þegar þú gengur að þeirri gröf, þeirri ást'
vinagröf, sem þér er sárast að sjá. Sjáðu fylkingarnar, sen1
komu og fóru, og sjáðu í fararbroddi fyrir þeim hinn upprisn#
Krist, sem er lausnari og leiðtogi á vegum ódáinslieima jafnt
og jarðneskum vegum.
Gleðilega páskahátíð.
Þá er drauma brotin stund,
þá er sjónarhringur fagur,
þá skal kasta þungum blund,
þá er runninn mikill dagur.
Sigurður Breiðfjörð