Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 48
142 KIRKJURITIÐ að' þingið Iiefði verið þýðingarmikið til undirstrikunar þess, að minnihluta kirkjur austrænna landa væru alveg eins þýð" ingarmiklar og liinar vestrænu, sem teldu innan sinna vébanda svo og svo háa liundraðstölu allra íbúa. Ætla má, að ekki þurfi að taka saman langan list til fulltrúa í þetta skiptið, áð- ur en þeir ganga frá farmiðakaupum til hinnar vestrænu Svi- þjóðar. Eins og fyrr segir verður jiingið haldið í Uppsölum. Guðs- þjónustur verða í liinni miklu dómkirkju, en þingið og aðrir fundir verða í háskólanum. Einkunnarorð liafa verið valin, og eru þau: Sjá, ég geri allt nýtt. Reiknað er með, að gestir verði um það hil 2500 en af þeim eru 800 kjörnir fulltrúar hinna 223 meðlima kirkna. Þá verða þar einnig áheyrnarftdh trúar Rómversku kirkjunnar og fleiri aðila, sem ekki eru 1 Jiessum heimssamtökum kirkna. Á fundi í ,,ekumenisku“ nefnd íslenzku kirkjunnar hefur verið samþykkt einróma, að sendif skulu fimm fulltrúar liéðan, en óvíst er þó, hvort af því geti orðið vegna fjárliagsörðugleika. Væri þó lítt sæmandi að hag- nýta sér ekki nálægð þingsins í jietta skiptið. Aðalræðan við setningu jiingsins verður flutt af blökkn' mannaleiðtoganum bandaríska, dr. Martin Lutlier King. Gefu1 slíkt til kynna, að vandamál það, sem litarháttur og erfið að- staða orsakar, verður ofarlega í liugum manna á þinginu. Eh sex eru þeir flokkar mála, sem sérstaklega verða ræddir, °'r skiptast þingfulltrúar í deildir til þess að ræða livern þeii'ra fyrir sig. Þessir málefnahópar eru: Eining kirkjunnar í minnk- andi lieimi, boðun og líknarstarf kirkjunnar, hlutverk kirkj" unnar í jijóðfélagi og efnaliag, rödd kirkjunnar í alþjóða- málum, guðsþjónustan í veraldlegum heimi og að lokum nýjal lífsvenjur. Hinn nýi framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins Bandaríkja' maðurinn dr. Blake gefur þarna fyrstu skýrslu sína, en aU^ þess gefa deildir ráðsins og 30 starfandi nefndir yfirlit yfJI verkefni sín og niðurstöður. Þá verður kosin ný framkvæinda' stjórn, en núverandi forseti er okkur að góðu kunnur fr‘l heimsóknum hingað, dr. Franklin Clark Fry. Þingið liefst júlí og því lýkur 20. júlí.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.