Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 10
KIRKJURITIÐ 104 þeim. Félagið tók því að lokum þá einu ákvörðun sem hæg* var að telja skynsamlega untlir kringumstæðunum, og í saiW' ræmi við uppliaflegan tilgang sinn og stefnumið: að blanda gózi og geði við bræður sína í víðfeðmum félagsskap heildar* innar. Samkvæmt fyrslu grein stofnlaga sinna, setti félagið sér 1 uppliafi það takmark „að safna innan vébanda sinna ölluH1 lútherstrúarmönnum af íslenzkum stofni, og öðrurn, sem fyrU eðlilegar ástæður tilheyra áhrifasvæði þess.“ Auðvilað náði félagið ahlrei þessu takmarki. Aðeins örlíti^ brot útfluttra íslendinga, og niðja þeirra gengu nokkru sinn* í félagið. Til þess lágu góðar og gildar ástæður. Meginland Norður Ameríku er tröllaukið landflæmi, og íslendingar vorU dreifðir víðs vegar. Félagið starfrækti söfnuði í þremur fylkj' um í Kanada, og í þremur af ríkjum Bandaríkjanna. SunUr safnaðanna voru í þúsund mílna fjarlægð livorir frá öðruni' Sumir frumbyggjanna flýttu sér sem mest þeir máttu að af' klæðast bæði þjóðernislega, og kirkjulega. Aðrir gengu í ber* lenda söfnuði, sem þeir töldu að mundi skapa þeim fljótan frama í hinu nýja mannfélagi, en liinir litlu „útlendu“ söfu' uðir félagsins. Yitanlega fór og liér sem víðar, bæði fyrr síðar, að margir létu sig kirkjuleg mál engu skipta. Flestir frumherjanna sem vestur fluttust, á öldinni sem lei®’ voru af svonefndri alþýðustétt; þeir höfðu yfirleitt ekki tileink' að sér nýjar stefnur í trúmálum, og fæstir þeirra heyrt þeirr3 getið, er vestur kom. Hið andlega skart þeirra var skorið ^ skikkju hinna klassísku meistara íslenzkrar kristni, Hallgríuis og Vídalíns, að viðbættri barnalærdómsbók séra Helga Hálf' dánarsonar, sem leitaðist við að svara í stuttu máli lielz*11 spurningum mannsandans um kristilega trú og siðgæði. ÞetU1 fólk hafði enga reynzlu í frjálsu safnaðastarfi, eða kirkjU' stjórn, og óhætt mun að gera ráð fyrir að fæstir þeirra hafJ brotið heilann að nokkru ráði um heimspeki eða trúmál. PjóS’ kirkjan á Islandi hafði fram að þessu lagt allt upp í hendurU' ar á þeini í þessum málum, kenninguna, kennimennina ogkirkj' una. Er þetta fólk kom úr fámenni íslenzkra sveita og sjávaf' þorpa má ætla að mörgum hafi farið eins og ungmenniu11 sem hleypir heimdraganum, og skýtur allt í einu upp í manU' grúa og ljósadýrð stórborganna. En þeim varð það strax ljúst

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.