Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 18
klRKJUaiTIÐ 112 nieðlinii þess í hinum ýmsu söfnuðum. Eins og við mátti búast er margs saknað, og að ýmsu fundið. Einkum sakna menn náinna kynna af samverkamönnum sínum, sem aðeins eru möguleg þar sem um smáliópa er að ræða; eins finnst mönn- um þeir liafa lítið að segja um gang mála á liinum fjölmennu kirkjuþingum. En gróðinn er meiri en tapið. Söfnuðir félagsins eru nú ekki lengur smáeyjar, liér og livar í mannhafinu, en standa í nánu sambandi við félagsbræður í liverri sveit. Þessir söfnuðir liafa nú allir fasta prestsþjónustu, og er það nýtt fyrirbrigði í sögu félagsins. Þeim befur skapast öryggiskennd og áræði til framkvæmda, og þeir geta nú, liver um sig, lialdið velli betur en áður, þrátt fyrir þráláta viðleitni sértrúarflokka, sem virðast alls staðar nálægir með sína öfgafullu sálubjálpar- boðun. Á þeim fáu árum, sem liðin eru síðan sameiningin komst til framkvæmda, liefur söfnuðunum farið mjög fram 1 kristilegri ráðsmennsku yfirleitt, einkum að því er snertir framlög í reiðu fé til safnaðannála, en á þeim vettvangi var félagið alla sína tíð, mjög eftirbátur annarra. Islenzka fólkið sem fJuttist vestur um baf, kom í stóruni liópum til Kanada þegar þjóðin var í bernzku. Það lijálpaði benni til að vaxa, og það óx með lienni. Stofnendur félagsins byggðu á traustum grunni. Er nú meðlimir liins fyrrverandi kirkjufélags íslenzkra lútberstrúarmanna standa í anddyri nýrrar aldar í sögu kjörlands feðra sinna, munu flestir þeirra liugsa til þess með djúpri virðingu og þökk, að þeim er, með binu nýja skipulagi gefin nokkur trygging fyrir því, að trn feðranna gengur í arf til niðjanna urn ókomin ár. Þeim er það Ijóst, og æ því Ijósara sem þeim vex reynsla og þekking á al- lieimsstarfi kirkjunnar, að boðskapur liennar er ekki tengdur liörundslit manna eða tungutaki. Engin þjóð stendur annarri framar í náðarráðstöfun Guðs. Allt er í beiminum bverfub’ Skoðanir manna, og liugmyndir breytast oft með vindstöðu almenningsálitsins, en fagnaðarerindið í Jesú Kristi breytist ckki, ]>ótt ár og aldir renni.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.