Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.03.1968, Blaðsíða 41
KIRKJURITIÐ 135 skilur maður betur en áður, hvers vegna séra Matthías Jochums- so>t komst svo að orði um ættjörð vora í einu merkiskvæða si°na: „Eitt er mest, að ertu til, allt sem þú hefur lifað.“ Ekki þarf það þá heldur að koma neinum á óvart, að hafís- 'nn hefur orðið íslenzkum öndvegisskáldum efni stórbrotinna væða. Alkunnugt er kvæði séra Matthíasar um það efni, and- j'kt og áhrifamikið, þrungið mælsku og myndagnótt. Skáldið 'vessir sjónir út yfir samfellda ísbreiðuna og segir: Hvar er liafið? Allt er ísköld breiða, — eins og draugar milli leiða standa gráir strókar hér og livar. Eða hvað? Er þar ei komin kirkja? Kynjamyndir! hér er létt að yrkja: Hér eru leiði heillar veraldar. Hundrað þúsund kumla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt. Hræðilegi heljararður, hrolli slær um brjóstið mitt. En eftir að liafa, með ógleymanlegum liætti, lýst ægiveldi lallssins og öllum þeim ógnum, sem fylgja í kjölfar hans, 'erður skáldinu, í kvæðislok, ríkust í liuga óbifanleg Guðs- °§ eih'fðartrúin, sem sigrar allan ótta og efa í brjósti hans: Veikur maður, liræðstu eigi, hlýddu, hreyk þér eygi, þoldu, stríddu. Þú ert strá, en stórt er drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi. Fávís maður, vittu svo er eigi, haltu fast í herrans klæðafald. Lát svo geisa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú: Upp úr djúpi dauða drottins rennur fagrahvel. - ^ailnes Hafstein liefur einnig ort víðkunnugt kvæði, „1 haf- » efnismikið og snilldarlegt um málfar og lýsingar. Urni kvæðisins er ]>ó frásögnin um skipstjórann, sem leggur

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.