Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 11
KIRKJUIiITIÐ 425 í Ijós, liversu prestana þyrsti í samfundi. Prestaköllin voru þá þegar að verða stærri og stærri, og örðugt fyrir prestana að hafa persónuleg kynni, hvað þá náið samstarf. Forysta próf. Sívertsens og brautryðjendastarf liafði því ómetanlegt gildi, og gerði þeim auðveldari eftirleikinn, er síðar kom til sögunnar. Af öðru starfi Sívertsens í þágu Prestafélagsins nefni ég hér aðeins þann þátt, sem hann átti í stofnun Tímarits Prestafélags- ins og ritstjórn þess. Þar kom skýrt í ljós, livílíka þörf liann tahli vera á riti, sem fjallaði um guðfræðileg efni á vísinda- legan og fræðilegan liátt. Þó lilaut tímaritið að miðast við það, að fleiri en fagmenn einir gætu haft þess not. Og hér var Sívert- sen inni á stefnu, sem einmitt nú er farin að eflast mjög sums staðar erlendis. Ef vér ræðum við suma erlenda liáskólamenn, heyrum vér raddir um, að bilið milli liáskólanna og almenn- ÍHgs sé í þessum efnum orðið of breitt. En Sívertsen sýndi það, að hann hafði löngun til að láta slíkt hil ekki myndast hér á landi. Hér reri hann alls ekki einn á báti, en ég tel hon- tnn það til gildis, hversu góðan skilning hann hafði á þeirn verkefnum lærðra guðfræðinga að gefa almenningi kost á aka- demiskri fræðslu, eftir því sem tök voru á. Einn þátturinn í ^élagsmálastarfi próf. Sívertsen var þátttaka fyrir íslands liönd 1 erlendri samvinnu. Ég liefi farið nokkrum orðum um starf próf. Sívertsen, eink- tiin í sambandi við kennshi lians og félagsmál presta. En liann íiafði komið víðar við sögu. Sem ungur prestur og kennari var hann meðal brautryðjenda í kristilegu barnastarfi. Hann var aliugasamur um bindindismál, og um skeið var hann formaður 1 Blindravinafélagi Islands. Ég liefi heldur ekki rakið hér Hein atriði úr einkalífi lians eða ævisögu. En þess vil ég aðeins geta að lokum, að á efri árum sínum hlaut próf. Sívertsen þá h'austsyfirlýsingu af hálfu prestastéttarinnar, og uni leið þann l'akklætisvott fyrir störf sín, að hann var kjörinn vígslubiskup ^kálholtsstiftis hins forna, að séra Yaldimar Briem látnum. Bann fékk lausn frá prófessorsembætti í ágústmánuði 1936, og um liaustið baðst liann einnig lausnar frá vígslubiskups- e,nbætti. Heilsu próf. Sívertsen mun liafa hnignað mjög síðustu árin Sem hann lifði. Séra Benjamín Kristjánsson segir frá því í minriingargrein í Kirkjuritinu árið 1938, að hann hafi komið

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.