Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.11.1968, Qupperneq 17
KIIlKJUItlTIÐ 431 um erfiðari en nú, eftir að flug liófst til eyjarinnar, og máttu ^allast svaðilfarir. En séra Ingólfur lét sér ekkert fyrir brjósti brenna í því efni. Hann var starfsmaður mikill og vann öll embættisverk sín af stakri samvizkusemi og prýði, enda fórst honum öll prests- þjónusta vel og smekklega úr hendi. Hann var söngvinn og listrænn og fékkst nokkuð við tónsmíði í tómstundum, þó að 'ítt héldi liann því á lofti, en af þessu liafði liann andlega Uautn og gleði. Sungið var við útför hans fagurt lag við 1 jóð Einars Benediktssonar: Iívað bindur vorn bug við lieimsins glauni, sem himna-arf skulum taka. 1 Ólafsfirði bjó dugmikið og atorkusamt fólk og var þorpið 1 örum vexti og uppbyggingu. Kom séra Ingólfur þar víða við sögu og gegndi þar svo mörgum og tímafrekum trúnaðarstörf- llm, að með ólíkindum má teljast, livernig nokkur einn maður gat komizt yfir slíkt. Hann var t. d. lengi formaður og gjahl- keri Sjúkrasamlags og Almannatrygginga, starfaði í skattanefnd °g gegndi prófdómarastörfum, einnig var liann fréttaritari Út- varps þar á staðnum, stofnaði Rotaryklúbb, sem hann veitti forstöðu og þannig mætti lengi telja. Er ekki að efa, að mjög befur liann ofboðið kröftum sínum með svo linnulausu erfiði. Eftir að liann fluttist til Reykjavíkur og var farinn að bressast nokkuð biðu lians þar enn á ný margvísleg störf, er bann tók til við af sama áhuganum og starfslundinni sem fyrr. Hann kenndi um stund í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, gerðist síðan framkvæmdastjóri Stvrktarfélags vangefinna 1959—62, °g skrifstofustjóri hjá Náttúrulækningafélagi Islands frá 1962 °g til dauðadags. Einnig var liann á árunum 1961—1963 gjald- keri Prestafélags íslands, og þótti livarvetna hinn bezli liðs- tftaður, enda voru störf þessi ekki annað en barnaleikur lijá l'ví geysimikla slarfi, sem liann liafði í Ólafsfirði. Kvæntur var séra Ingólfur ágætis konu, frú Önnu Nordal, °g eignuðust þau þrjá sonu, sem allir eru búsettir í Reykja- vík. Frú Anna bjó manni sínum vistlegt og aðlaðandi heimili, l'ar sem þau bjuggu að Hagamel 45 í Reykjavík, síðustu árin. Úar þar löngum gestkvæmt, enda voru bæði lijónin samtaka 1 l'ví að fagna vel góðum gestum og gera þeim stundina ánægju- úga. Séra Ingólfur var manna skemmtilegastur í góðra vina hópi 0g kunni frá mörgu að segja. En einkum bar það frá,

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.