Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.11.1968, Blaðsíða 15
KIRKJURITIÐ 429 var. Sanduriim var að renna út úr tímaglasinu. Ferjan þokaðist nær, sú er flytur alla menn frá þessum heimi til liins komanda. Sumar ævinnar var liðið, og í liaustkulinu, sem strýkur lauf af greinum, skynjar liann andblæ dauðans. Annað sækir jafnframt á hugann: Vinir eru svo margir horfnir, að lionum finnst liann naumast eiga samleið með þeim lengur, sem eftir eru. Vera má, að hann sé vaxinn út úr sinni tíð, af því að liann fór aðra leið en fjöldinn. Honum finnst hann vera liættur að skilja mennina, og þeir séu liættir að skilja sig. Hví þá að doka lengur? Enda þótt skáld eins og Davíð liljóti ávallt að eiga mikil ítök í hjörtum kynslóðanna og öðlast þannig lengra líf með þjóð sinni en flestir aðrir, er þó nokkur sannleikur fólginn í þessari hugrenning, sem sækir á marga á liinzta áfanga ævinn- ar: Vér fjarlægjumst heiminn og heimurinn fjarlægist oss. Hlutverki voru er lokið. Annarra er framtíðin. Ekki veit ég, livort hvarflað liefur að séra Ingólfi Þorvalds- syni lík tilfinning þessari, sem skólabróðir lians og vinur lætur í ljós í þessu haustljóði sínu. En víst er um það, að þjáður var hann af áþekku meini mörg síðustu ár ævinnar, og fullkom- lega var honum það ljóst, að ferjumaðurinn mikli gæti heirn- sótt liann hvenær sem var. Sú vitund raskaði samt ekki ró lians. Með fullkomnu jafnaðargeði gat liann sagt með sálma- skáldinu mikla: Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll þegar þú vilt! í*au skáld, sem brjótast frá sókn liinna vinnandi vega finna ávallt til mikillar einsemdar. En svo ljúfur og alþýðlegur maður sem séra Ingólfur var, átti ávallt létt með að semja sig að nýjum aðstæðum og eignast nýja vini. Hann leit á hverja stund, sein liann fékk að dvelja lengur með ástvinum sinum sem náðarstund, er einsætt væri að verja sem bezt. Hann vissi að liver þeirra gæti orðið hin síðasta og naut liennar því betur. Með sömu hugsun fagnaði hann kynni og vinum með stnni miklu alúð og gestrisni. Síðan gat liann með sama glaða Erosinu fagnað ferjumanninum frá ókunna landinu, treystandi því að hitta þar vin um horð, er vísa mundi í liöfn. Sá lieiman- Eúnaður tók liann stutta stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.