Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1968, Side 15

Kirkjuritið - 01.11.1968, Side 15
KIRKJURITIÐ 429 var. Sanduriim var að renna út úr tímaglasinu. Ferjan þokaðist nær, sú er flytur alla menn frá þessum heimi til liins komanda. Sumar ævinnar var liðið, og í liaustkulinu, sem strýkur lauf af greinum, skynjar liann andblæ dauðans. Annað sækir jafnframt á hugann: Vinir eru svo margir horfnir, að lionum finnst liann naumast eiga samleið með þeim lengur, sem eftir eru. Vera má, að hann sé vaxinn út úr sinni tíð, af því að liann fór aðra leið en fjöldinn. Honum finnst hann vera liættur að skilja mennina, og þeir séu liættir að skilja sig. Hví þá að doka lengur? Enda þótt skáld eins og Davíð liljóti ávallt að eiga mikil ítök í hjörtum kynslóðanna og öðlast þannig lengra líf með þjóð sinni en flestir aðrir, er þó nokkur sannleikur fólginn í þessari hugrenning, sem sækir á marga á liinzta áfanga ævinn- ar: Vér fjarlægjumst heiminn og heimurinn fjarlægist oss. Hlutverki voru er lokið. Annarra er framtíðin. Ekki veit ég, livort hvarflað liefur að séra Ingólfi Þorvalds- syni lík tilfinning þessari, sem skólabróðir lians og vinur lætur í ljós í þessu haustljóði sínu. En víst er um það, að þjáður var hann af áþekku meini mörg síðustu ár ævinnar, og fullkom- lega var honum það ljóst, að ferjumaðurinn mikli gæti heirn- sótt liann hvenær sem var. Sú vitund raskaði samt ekki ró lians. Með fullkomnu jafnaðargeði gat liann sagt með sálma- skáldinu mikla: Dauði ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll þegar þú vilt! í*au skáld, sem brjótast frá sókn liinna vinnandi vega finna ávallt til mikillar einsemdar. En svo ljúfur og alþýðlegur maður sem séra Ingólfur var, átti ávallt létt með að semja sig að nýjum aðstæðum og eignast nýja vini. Hann leit á hverja stund, sein liann fékk að dvelja lengur með ástvinum sinum sem náðarstund, er einsætt væri að verja sem bezt. Hann vissi að liver þeirra gæti orðið hin síðasta og naut liennar því betur. Með sömu hugsun fagnaði hann kynni og vinum með stnni miklu alúð og gestrisni. Síðan gat liann með sama glaða Erosinu fagnað ferjumanninum frá ókunna landinu, treystandi því að hitta þar vin um horð, er vísa mundi í liöfn. Sá lieiman- Eúnaður tók liann stutta stund.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.