Kirkjuritið - 01.04.1969, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.04.1969, Qupperneq 10
152 KIRKJURITIÐ utanríkismál og innri styrkleika, trúnaðartraust; Hósea uti1 trúfesti og elskusemi. Þeir voru menn samtíðar sinnar. ÞeU- voru á kafi, ef svo mætti segja, í vandainálum samtíðarinnar- Hér er ekki tími til þess að taka mörg dæmi. Eitt enn skul' um við skoða. Það eru Davíðssálmar. Þar sjáum við kannski skýrast, hversu ómissandi Gamla tetamentið er, og hversU krists-reynslan þarf á dýpt og vídd trúarreynslu Gamla testa- mentisins að halda. Þeir eru að vísu ekki jafn aðgengilegir og frekast yrði á kosið í Biblíu okkar; en þar kemur skýr1 fram liin djúpa reynsla þjáningar. En það er þjáningin ein og nauðin sem gerir manninum kleift að skilja til lilítar dýp1 Guðs náðar. Sjálfur Jesús leitaði til þeirra þegar honum fannst skyndi' lega í örvæntingu augnabliksins sem Guð hefði yfirgefi^ hann: Guð minn, Guð minn, liví liefur þú yfirgefið mig? lirópaði liann og fór með hendingar úr 22. Davíðssálmi. Þessi fáu dæmi verða að nægja. Tíminn er þrotinn. En lokuin verður að minna á það að guðfræðina verður fyrst og fremst að miða við nútíðina, líðandi stund. Trúin er líf. 08 líf hennar er nútíðarlíf. Hiin er lífsgrunnur okkar í lífsbaráttu líðandi stundar með óvissu framtíðarinnar fyrir augum °S með syndir fortíðarinnar að baki. Trúin er það nýtízkuleg' asta sem til er. Hún fellur aldrei úr tízku. En jafnframt eí hún gefin. Og gjöf trúarinnar berzt okkur með margvísleg11 móti. Guð gefur okkur trúna og vonina kannski helzt í sálar' baráttunni. Jobshók — ef hún er lesin öll í senn og síðaU rýnd — Jobsbók þannig lesin er kannski einhver stórfeng' legasti vitnisburðurinn um trúna sem stenzt árásir efaseind' anna. Það er þetta sem það merkir, að Biblían er Guðs or& hún er orð Guðs til okkar. Gamla testamentið er djúpiu- undirstaðan; og þar eru einnig tindarnir. Ég hef augu nnJ1 til fjallanna, segir í sálminum. Trúarlíf okkar dýpkar og Þ61 reisn ef við með fögnuði ausum vatni lir lindum lijálpræðisins-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.