Kirkjuritið - 01.12.1969, Síða 45

Kirkjuritið - 01.12.1969, Síða 45
Séra Jón Skagan: Krosskirkja í Austur-Landeyjum ^ Krossi í Austur-Landevjum stendur ein af elztu og virðuleg- llstu kirkjum í Rangárþingi. Var liún upphaflega Ólafskirkja, ei1 jafnframt helguð Maríu Guðs nióður og Jóliannesi postula. Sennilega liefur liún risið þegar á ofanverðri 11. öld. Má ætla einn af fyrstu ábúendum jarðarinnar liafi verið maður krist- Hin og reist þar bænliús með krossi til merkis um trú sína. Kaeti því nafnið hæglega verið þannig til komið. 1 kirkjutali Páls biskups Jónssonar frá því um 1200 er Krosskirkja talin liöfuðkirkja, þ. e. með prestssetursskyldu 20 hundraða eign í landi jarðarinnar. Sama kemur í Ijós 1 niáldögum kirkjunnar frá 1332, 1397, 1480, 1553 og 1570. Á Krossi var löngum stórbýli, enda jörðin 60 hundruð að ^ornu mati ásamt 5 hjáleigum. Frainan af munu um 20 býli ^lafa lieyrt undir Krosskirkju, en bænhús þó á sumum þeirra. Öálfkirkja frá Krossi var og lengi að Ljótarstöðum. Löngum *nunu prestar liafa setið að Krossi, bæði í kaþólskum og Lútherskum sið. Árið 1859 voru Voðmúlastaðir lagðir undir Kj'osskirkju og prestakallið síðan nefnt Landeyjaþing. Þegar *Vo Voðmúlastaðakirkja var lögð niður um 1912 — en nú er t,ar kapella — féll sókn hennar austan Affalls undir Kross- Mrkju. Nær Krosssókn nú yfir allar Austur-Landeyjar og er n>eð fjölmennari sóknum til sveita. Frá 1872 hafa háðar Land- eyjarnar verið sameinaðar í eitt prestakall og presturinn að jafnaði setið á Bergþórshvoli. Krosskirkja mun ávallt hafa verið freniur stór í sniðum 'eSUa fjölmennis sóknarbarna. Tekur liún í dag um 180 manns j S0eti uppi og niðri. Jafnan mun henni hafa verið vel við 'nldið og liún átt rík ítök í liugum og hjörtum sóknarbarna

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.