Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 5

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 5
I GATTUM Efni vort er gamalt: maður, ungur og gamall, sá jarðvegur, sem hann sprettur úr og nœrist við, sá þroski, sem hann nœr eða fer á mis við í mennskum heimi, á heimili, í skóla, i kirkju eða á einhverjum örœfum mannlegs samfélags. Á síðasta ári voru sett ný lög um stofnun og slit hjúskapar á alþingi fslendinga. Horfur eru á, að ný lög um skóla og frœðslu nái samþykki á alþingi á þessu ári. Kröfur hafa og komið fram á alþingi um ný lög og frjálsleg varðandi fóstureyðingar og fleira. — „Gáttir allar, — áðr gangi fram, — um skoðask skyli, -— um skyggnask skyli — ." — Sú forna áminning mœtti hitta oss, kristna menn. Vér œttum að vita öðrum betur, hvað er í húfi. Það var ekki ófyrirsynju, að rœtt var um kirkju og heimili á síðustu presta- stefnu. Á þeirri prestastefnu flutti dr. Björn Björnsson, prófessor, er- indi um fjölskylduna og þjóðfélagið. Það erindi birtist nú í þessu hefti, — og vissulega er það íhugunar vert. Heimili og fjölskylda eru gróðurreitir og athvarf andlegu lífi manns. Hörmulegt er til þess að vita, að grafið sé undan þeim fornu stofn- unum og einkum þó, ef sjálfur Ijöggjafinn leggur þar hönd að verki. -— Oss er einnig Ijóst, hversu mikils er vert um skólana og hið þarf- asta og brýnasta verk, sem þeim er cetlað, kristna frœðslu og kristið uppeldi. En svo virðist sem einhver hafi sofið á verðinum. Blikur eru á lofti. Vér vonum, að hefti þetta veki fáeinar spurningar, sem svara þarf. Og svörin eru þó löngu fundin og fengin. Kristin trú og kristin kenn- ing er engin holtaþoka. Þar er allt Ijóst og skýrt, þeim, sem sjá vilja, a. m. k. að því er varðar hina fornu hornsteina kristins mannlífs. — Skemmdarverk eru unnin og meira en mál að skyggnast um gáttir, aður gengið er fram. G. Ól. Ól. 3

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.