Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.04.1973, Blaðsíða 5
I GATTUM Efni vort er gamalt: maður, ungur og gamall, sá jarðvegur, sem hann sprettur úr og nœrist við, sá þroski, sem hann nœr eða fer á mis við í mennskum heimi, á heimili, í skóla, i kirkju eða á einhverjum örœfum mannlegs samfélags. Á síðasta ári voru sett ný lög um stofnun og slit hjúskapar á alþingi fslendinga. Horfur eru á, að ný lög um skóla og frœðslu nái samþykki á alþingi á þessu ári. Kröfur hafa og komið fram á alþingi um ný lög og frjálsleg varðandi fóstureyðingar og fleira. — „Gáttir allar, — áðr gangi fram, — um skoðask skyli, -— um skyggnask skyli — ." — Sú forna áminning mœtti hitta oss, kristna menn. Vér œttum að vita öðrum betur, hvað er í húfi. Það var ekki ófyrirsynju, að rœtt var um kirkju og heimili á síðustu presta- stefnu. Á þeirri prestastefnu flutti dr. Björn Björnsson, prófessor, er- indi um fjölskylduna og þjóðfélagið. Það erindi birtist nú í þessu hefti, — og vissulega er það íhugunar vert. Heimili og fjölskylda eru gróðurreitir og athvarf andlegu lífi manns. Hörmulegt er til þess að vita, að grafið sé undan þeim fornu stofn- unum og einkum þó, ef sjálfur Ijöggjafinn leggur þar hönd að verki. -— Oss er einnig Ijóst, hversu mikils er vert um skólana og hið þarf- asta og brýnasta verk, sem þeim er cetlað, kristna frœðslu og kristið uppeldi. En svo virðist sem einhver hafi sofið á verðinum. Blikur eru á lofti. Vér vonum, að hefti þetta veki fáeinar spurningar, sem svara þarf. Og svörin eru þó löngu fundin og fengin. Kristin trú og kristin kenn- ing er engin holtaþoka. Þar er allt Ijóst og skýrt, þeim, sem sjá vilja, a. m. k. að því er varðar hina fornu hornsteina kristins mannlífs. — Skemmdarverk eru unnin og meira en mál að skyggnast um gáttir, aður gengið er fram. G. Ól. Ól. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.