Kirkjuritið - 01.04.1973, Síða 8

Kirkjuritið - 01.04.1973, Síða 8
má geta þess, að á svo traustum grunni stóðu festar sem veraldleg hjúskaparstofnun á síðari hluta 13. aldar, að Árni biskup Þorláksson sá sér ekki annað fœrt, en að taka ákvœði um þœr inn í Kristinréttinn. Þegar sagt er skilið við fortíðina gerist annað og meira en að alda- gamlar stofnanir safnist til feðra sinna. Kvödd eru einnig forn lífsgildi og nýjum heilsað. Nýir tímar eiga ekki hvað sizt skilið að nefnast svo vegna þeirra breytinga á gildismati, sem þeir flytja með sér. Kannski er það ekki sannmœli gagnvart hjú- skaparlögunum nýju, að segja, að þau gerist boðberi nýs gildismats, en hjá því verður vart komizt að álykta, að þau láti undan þrýstingi lifsvið. horfa, sem gerast œ rúmfrekari i þjóð- félagi hins nýja tíma. Hér hef ég eink- um í huga þá augljósu tilhneigingu laganna að rýra gildi hjúskaparins sem varanlegs sáttmála. Þessi til- hneiging birtist öðru fremur í því, að nú er mönnum gert hœgara um vik að fá skilnað að lögum. Skilnaði að borði og sœng skal nú lokið með lög- skilnaði að liðnu einu ári í stað tveggja áður, og nœgir, að annar að- ilinn geri kröfu í þá átt. Skv. eldri lög- unum var sem kunnugt er mögulegt að fá lögskilnað að liðnu einu ári, frá skilnaði að borði og sœng, ef hjón voru sammála að œskja þess, en að liðnum tveimur árum, ef annar aðil- inn var ósamþykkur skilnaði. í grein- argerð með frumvarpinu að nýju lög- unum segir réttilega. „Veigamikið er oft og einatt fyrir aðilja að hugsa vel sitt ráð, áður en horfið er að lögskiln- aði, og gegnir sáttarákvœðið — skiln- aður að borði og sœng vafalaust tals- vert miklu hlutverki." Rökin fyrir breytingunni eru hins vegar svohljóð- andi: „Telja verður að eins árs reynslutími sé fullnœgjandi í þessu efni, og þá sé reynt til þrautar, hvort saman gangi með hjónum eða ekki. Sú tilhögun að hafa tvenns konar fresti er og fremur óglögg fyrir al- menning og verður stundum vart nokkurs misskilnings út af henni." Ekkert vil ég fullyrða um þessi rök að svo stöddu. Misskilningur af hálfu almennings er sízt til bóta, en þó get- ur hann orðið enn afdrifaríkari mis. skilningurinn af hálfu löggjafans. Rétt er að geta þess í þessu sam- hengi, að löggjafinn hyggst vega nokkuð upp á móti tilslökun varðandi hjónaskilnaði, með nýju ákvœði um framkvœmd sátta á milli hjóna. í 4. mgr. 44. gr. hinna nýju laga segir orðrétt: „Dómsmálaráðuneytið setur nánari reglur um framkvœmd sátta, og má þar m. a. tiltaka, hversu lengi sáttatilraunir geti staðið. Ákveða má í reglunum, að könnun á málefnum hjóna og sáttatilraun í stofnun um fjölskyIduráðgjöf komi í stað sátta samkvœmt 1. málsgrein." Þeir, sem annast hafa sœttir skv. 1. málsgrein, þ. e. fyrst og fremst prestar, draga vœntanlega sínar ályktanir af þessari tilhliðrunarsemi. Nú er það ekki œtlun mín að gera hinum nýju lögum um stofnun og slit hjúskapar nein viðhlítandi skil. Á hinn bóginn er það Ijóst, að ekki verður svo rœtt um fjölskylduna og þjóðfélagið að ekki sé jafnframt hug- að að þeim lagalega grundvelli, sem þjóðfélagið setur fjölskyldunni. En 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.