Kirkjuritið - 01.04.1973, Síða 9
margt annað kemur til álita, en bein-
línis löggjöfin um hjúskap, þegar
hugað skal að þjóðfélagslegri mótun
fjölskyldunnar. Ég hefi kosið að
staldra einkum við tvennt, lífsgilda-
matið, sem áður er nefnt, og kröfur
hins iðnvœdda nútímasamfélags til
fjölskyldunnar.
Fátt einkennir betur lífsviðhorf
manns og konu hins nýja tíma en
krafan um sjálfsforrœði og sjálfs-
ákvörðunarrétt einstaklingsins. Hvað
svo sem segja má um pólitísk kerfi,
sem beita miðstjórnarvaldi til þess að
skerða persónufrelsi einstaklingsins,
þar með talið skoðana- og ákvörðun-
arfrelsi, þá hafa þeir tímar, sem vér
nú lifum, verið nefndir öld persónunn-
ar, þau skil í mannkynssögunni, þeg-
ar einstaklingurinn skynjar í vaxandi
mœli möguleika til að þroska hœfileika
sína til œ meiri lífsnautnar. Þessari
skynjun fylgir krafa til þjóðfélagsins,
að það sé þannig úr garði gert, að það
gefi hverjum og einum tœkifœri til
þess að þroska og síðan að nýta
hcefileika sína til fulls. Þessa viðhorfs,
am mikilvœgi sjálfsins og rétt þess til
sjálfstœðrar tjáningar, verður nú
hvarvetna vart í hinum þróaðri þjóð-
félögum. Sums staðar birtist það í
cnynd svokallaðrar mannúðarstefnu,
en sú stefna leggur mikla áherzlu á
mennskuna, en þá um leið á sjálf
mannsins og hvernig það verði varð.
veitt andspœnis ómennskum öflum í
þjóðfélaginu. Á öðrum stöðum, t. d.
hér á landi, birtist krafan um sjálfsfor-
r'œði og sjálfsákvörðunarrétt einstakl-
lngsins einkum í kröfunni um jafnrétti
a milli kynjanna, en einnig í kröfunni
Urn jafna aðstöðu þegnanna, hvar á
landinu sem þeir búa. Enn fremur má
benda á, að þcer umrœður, sem hér
hafa farið fram um atvinnulýðrœði,
þ. e. þátttöku launþega í stjórn fyrir-
tœkja o. fI., snerta beint eða óbeint
sjálfsákvörðunarréttinn.
Nú má spyrja: Hvaða áhrif hafa
þessi nýju viðhorf á fjölskylduna?
í fyrsta lagi má nefna, að valda-
hlutföllin innan fjölskyldunnar breyt-
ast. Húsbóndavald, og einhliða
ákvarðanir um málefni fjölskyldunn-
ar í skjóli þess, líður undir lok. í stað
þess kemur hin lýðrœðislega fjöl-
skylda, þar sem enginn er settur ofar
öðrum, og meiri háttar ákvarðanir eru
teknar sameiginlega af foreldrum og
í samráði við börnin.
f öðru lagi leiðir það af hinu nýja
valdajafnvagi innan fjölskyldunnar,
að eiginkonan áskilur sér allt að því
sama rétt til starfa utan heimilis sem
eiginmaðurinn hefur notið um langan
aldur. Sérhver hindrun sem eiginkon-
unni kann að vera sett í þessu tilliti
er af henni skoðuð sem ögrun við
sjálfsvirðingu hennar.
I þriðja lagi leiðir það af síaukinni
þátttöku giftra kvenna í atvinnulífinu,
að uppeldi barna flytzt út af heimil-
inu. Hlutur skólanna verður œ um-
fangsmeiri í þessu tilliti, en jafnframt
gerast þœr raddir œ hávœrari, sem
krefjast þess, að hið opinbera láti
reka uppeldisstofnanir fyrir börn allt
frá fœðingu til skólaaldurs, sem séu
opnar börnum allra foreldra, sem
þess œskja.
í fjórða lagi er sérstök ástœða til
þess að vekja athygli á, hvaða áhrif
hin sjálfhverfu viðhorf einstaklings-
ins hafa á afstöðu makanna til hjú-
7
L