Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1973, Side 10
skaparsáttmálans. Þeir tímar eru óð- um að líða, að litið sé á hjúskap nán- ast sem óbifanlega stofnun, í grund. vallaratriðum óháða tilfinninga- tengslum á milli makanna. Nú eru þessi tengsl allt að þvl eini grundvöll- ur hjúskaparsáttmálans. Að vísu gœt- ir enn vitundar fyrir skyldum gagn- vart búi og börnum, og þá jafnframt, að þessi skylduvitund sé látin ráða meiru um varanleika hjúskaparins en gagnkvœmar tilfinningar. En hitt mun þó láta meira að sér kveða, hugsunin um skyldur gagnvart sjálfum sér, hvort hjúskaparsáttmálinn veiti í raun þá uppfyllingu á persónulegum og félagslegum óskum, sem makarnir hvor fyrir sig, ólu í brjósti, þegar til sáttmálans var stofnað. Að lifa I hjú- skap án þess að fá þessar óskir upp- fylltar jafngildir svikum við sjálfan sig. Sú mynd, sem hér hefur verið dreg- in upp af hjúskapar- og fjölskyldulífi er í verulegum atriðum frábrugðin þeirri mynd, sem fyrri tímar vitna um. Títtrœtt hefur orðið um þœr breyting- ar á gerð fjölskyldunnar, sem fylgt hafa í kjölfar vaxandi borgarmenn- ingar. Stórfjölskyldan hefur skroppið sam- an ekki aðeins er varðar höfðatölu heldur einnig hvað snertir félagslegt hlutverk. Frá því að vera hvort tveggja í senn framleiðslu- og neyzlu- eining er borgarlífsfjölskyldan nánast einvörðungu neyzlueining. Uppeldis- hlutverk, þar með talið trúarlegt upp- eldi, er stórum skert. Afþreyingariðn- aðurinn, þar með talið sjónvarp, hef- ur leyst kvöldvökuna af hólmi, og ýmislegt fleira mœtti telja til. Upptalning þessara veigamiklu breytinga nœgir þó ekki ein saman til þess að skýra sérstöðu hinnar nýju fjölskyldumyndar. Verulega skortir á ef ekki er jafnframt höfð í huga sú innri, djúpstœðari breyting, sem orð- in er á afstöðu manna til sinnar eigin persónu og til hjúskaparins sem tengsla, er fullnœgja skulu persónu- legri þörf og eftirvœntingu. Borgarlífsfjölskyldan, sem í smœð sinni hefur verið nefnd kjarnafjöl- skylda, er mjög einangruð tilfinninga- lega og félagslega. Þar er ekki að heilsa daglegu samneyti við náskylda og fjarskyldari œttingja, sem á dög- um feðra vorra gerði heimilislífið fjöl- breytilegra auk þess að veita sálar- legan stuðning á ýmsa lund. í kjarnafjölskyldunni eru makarnir líkt og ofurseldir hvor öðrum, til góðs eða ills. Án þess að gera sér þess cetíð grein fyrr en um seinan, þá bera þeir fjöregg hjúskaparins í eigin höndum. Þegar svo er þarf mikla samstillingu til að óhjákvœmileg víxlspor verði ekki hjúskapnum að fjörtjóni. Því er heldur ekki að leyna, að okk- ur íslendingum sem öðrum velmeg- unarþjóðum œtlar seint að lœrast sá gangur í hjúskapar- og fjölskyldumál- um, sem til farsœldar reynist í nýju þjóðfélagi. Æ fleiri hjónaböndum lýk- ur nú ár frá ári með hjónaskilnaði. Árleg meðaltöl lögskilnaða voru ára. bilið 1951—55 114, en á árabilinu 1966—70 nœrfellt tvöfaldaðist þessi tala og var 219. Á slðasta ári var tala lögskilnaða 305. Leyfi til skilnaðar að borði og sœng — voru 191 á tímabil- inu 1961 —65, en meðaltal áranna 8

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.