Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 13

Kirkjuritið - 01.04.1973, Page 13
an sé þess megnug að gegna þessu hlutverki. Vegna smœðar kjarnafjöl- skyldunnar og einangrunar hennar tilfinningalega er heimilið eini griða- staðurinn, sem er þeim kostum búinn að veita varanlegt skjól. í önnurhúser ekki að venda. Innan fjölskyldunnar gefst kostur á að tengjast tilfinninga- lega traustum böndum, en einmitt slík tengsl ástúðar og gagnkvœms trausts leggja grunninn að heilbrigðu, farsœlu, mennsku lífi. — Heimurinn er rótlaus. Allt er á ferð og flugi, skoðanir, gildismat, enda krefst hinn marghöfðaði risi tœkniþjóðfélagsins þess af manninum, eigi hann ekki að glata sálu sinni, að eiga sér verndað- an reit, þar sem rödd ástúðar og um- hyggju veitir sálinni lífsnauðsynlega nœringu. Hlutverk fjöskyldunnar hefur vissulega breytzt, en það hefur ekki rýrnað með tilliti til andlegrar verð- mœtasköpunar. Einmitt fyrir þœr sak- ir, hversu mjög hefur gengið á önnur hefðbundin hlutverk hennar, kemur nú ce skýrar ! Ijós, hvert hið eigin- lega hlutverk fjölskyldunnar er, varð- veizla mennskunnar. Þetta hlutverk hefur í sjálfu sér œvarandi gildi, en ekki er það óþekkt í mannkynssög- unni, að maðurinn nemi úr gildi þau verðmœti, sem hann sízt getur án ver- ið. Það er vafalaust rétt skoðað hjá fiðlusnillingnum Menuhin, að við verðum að berjast eins og Ijón fyrir því, að heimilið og fjölskyldan haldi sinu rétta gengi. Þjóðin öll er kölluð fiJ ábyrgðar, en kristin kirkja með sérstökum hœtti. Erindið um Guð, sem Qerðist maður, skuldbindur kirkjuna hl þess að slá varðborg um hverja þá stofnun mannlegs samfélags, sem stuðlar að varðveizlu mennskunnar. Þetta sama erindi flutti með sér þá skilgreiningu á mennskunni að hún vœri ekki fólgin í því að láta aðra þjóna sér, heldur ! þv! að þjóna öðrum, og jafnvel að leggja l!f sitt ! sölurnar fyrir aðra. Þefta fáheyrða er. indi um, að reisn mannsins og styrkur hans séu fólgin í kœrleiksríku tilliti til annarra manna, er án nokkurs vafa sú undirstaða, sem liggur til grund- vallar farsœlu fjölskyldulífi. Mjög reynir nú á þetta gagnkvœma tillit innan fjölskyldunnar, þv! að hin sjálf- hverfa viðmiðun einstaklingsins lœtur ce meira að sér kveða. Þjóðfélagið lœtur ! veðri vaka, að þv! sé annt um að hlúa sem bezt að fjölskyldunni. Til ýmissa opinberra aðgerða hefur verið gripið ! þv! skyni. Stundum finnst manni nú, að vinstri höndin viti ekki, hvað sú hœgri gerir ! þv! efni. En eitt er víst, að allar þœr aðgerðir koma til lítils gagns, ef vanrœkt er það, sem meginmáli skiptir, að ala með þegn- unum frá vöggu til grafar gagn- kvœma tillitsemi og virðingu fyrir rétti annarra en þeirra sjálfra. Kristileg uppeldismótun stefnir ótvírœtt að þessu marki. Þv! er það, að hún á svo brýnt erindi ekki aðeins inn ! skólann á öllum stigum hans, heldur einnig og ekki síður inn á hvert einasta heimili. Þjóðin hefur verið vakin til meðvit- undar um skyldur hennar gagnvart landinu og er það vel. En hefur þjóð- in þekkt sinn vitjunartlma andspœnis þeim uppblœstri heimilisins, sem riðið getur henni að fullu. Um það ber okk- ur að spyrja.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.